
Það er alltaf þriðjudagur
Hversdagsleikinn getur heltekið okkur. Það er ekkert meira grámygluhversdagslegt og þriðjudagar. En við gefum skít í það og kúplum okkur aðeins út og veltum hlutunum fyrir okkur.
Það er alltaf þriðjudagur
6.Vonandi skemmtið ykkur vel
Í þessari viku fyrir verlsunarmannahelgina segir Pétur sögu frá
einni slíkri helgi, sem gæti verið sönn en líður þó alls ekki fyrir sannleikann.
Sagan segir af þremur drengjum sem fara á útihátíð en þurfa að hafa mikið fyrir því að fela vínið innan í hurðum bílsins eða að minnsta kosti þar sem gæslan við hliðið á hátíðinni, finnur það ekki. Svo þegar kemur að því að tjalda, þá komast þeir að því að áherslan hefur verið full mikil á vínið því ýmislegt annað gleymdist.
Þeir lenda í ýmsum ævintýrum en aðal málið er að þeir hafa nóg af víni og læra þarna, þá miklu listgrein að fá sér afréttara enda er þetta helgi áhrifabreytinga.