
Það er alltaf þriðjudagur
Hversdagsleikinn getur heltekið okkur. Það er ekkert meira grámygluhversdagslegt og þriðjudagar. En við gefum skít í það og kúplum okkur aðeins út og veltum hlutunum fyrir okkur.
Episodes
25 episodes
25.Lokaþáttur
Í þessum lokaþætti, í bili að minnsta kosti, lítur Pétur aðeins til baka á þættina 24. Vangavelturnar í þessum þætti er um sjálfið okkar eða egóið. Hvar eru skilin á því að vera fullur af sjálfum sér, egóisti eða vera ekki...
•
Season 1
•
Episode 25
•
8:16

24.Jólin eru...
Í þessum þætti talar Pétur um birtingarmynd jólanna, kannski ekki síst fyrir börnin. Jólin eru barnsleg eftirvæntingin, það eru ýmsir viðburðir, það er uppbygging alla aðventuna, dagatal, skór í glugga og álfur sem gerir ó...
•
Season 1
•
Episode 24
•
6:54

23.Svona eru jólin
Í þessari viku er litið til aðventunar sem senn gengur í garð. Pétur ræðir um neysluhyggju okkar, um kvíðann sem getur dunið yfir þegar jólin nálgast, jólakvíði. Það þarf að finna réttu gjafirnar og standa sig í jólaboðum en svo þarf líka að...
•
Season 1
•
Episode 23
•
6:41

22.Efasemdir
Í þessum 22.þætti veltir Pétur fyrir sér hvers vegna sumir ná oft meiri árangri en aðrir. Er það heppni og vinnusemi eða kemur fleira þar við sögu? Er einhver sérstök heppni sem fylgir sumum, eins og til dæmis íþróttafólk ...
•
Season 1
•
Episode 22
•
8:12

21.Draugar seinni hluti
Í þættinum skoðar Pétur draugamenningu á Íslandi. Er hún til? Vitnað er í gamlar heimildir um miðilstörf Láru miðils, sem staðin var að svindli þegar hún hélt skyggnilýsingarfundi. Við heyrum frásögn konu sem bjó í húsi me...
•
Season 1
•
Episode 21
•
7:10

20.Draugar, fyrri hluti
Í þessari viku er það fyrri hluti af tveimur sem fjallar um drauga, fyrirboða og aðrar víddir. Í þættinum eru skoðaðir samanburðir á draugatrú Íslendinga síðustu 50 ár og meðal annars skoðaðar nýlega rannsóknir í þeim efnum. Einnig fáum við ...
•
Season 1
•
Episode 20
•
7:19

19.Rangur maður
Þessa vikuna veltir Pétur fyrir sér hvernig skal greina kjarnann frá hisminu þegar einhver gefur ráð um eitt og annað. Eins og til dæmis heilsuráð, hvaða starf þú átt að taka eða bara hvernig skuli bregðast við einhverjum aðstæðum. ...
•
Season 1
•
Episode 19
•
7:41

18.Hvað er svona merkilegt við það?
Í þessari viku er grein sem birtist á Akureyri.net í janúar sl.að mestu umfjöllunarefnið. Þar var fjallað um málefni sem þá voru í fréttum og fjölluðu um karla í samskiptum við konur. Líka um að konur gætu ekki þetta eða hitt. <...
•
Season 1
•
Episode 18
•
7:08

17.Mig langar að trúa þér
Pétur er að velta fyrir sér völdum og stjórnunarháttum. Spyr hvort það sé algengt að með auknum völdum fari fólk að snúa meira á sannleika og heiðarleika? Eru þegnar þessa lands aldrei ánægðir og gagnrýna innihaldsslaust a...
•
Season 1
•
Episode 17
•
7:25

16.Sólbrendur með quick tan brúsa
Í þessari viku er Pétur rétt nýkominn frá ferðalagi frá Ítalíu og situr við gluggann með haustlægðina í bakgrunni og ræðir um ferðalög okkar Íslendinga síðustu 50 ár. Hvernig við hegðum okkur í dag í samanburði við til dæmis fyrir 50 árum þe...
•
Season 1
•
Episode 16
•
6:39

15. Póstkort frá Ítalíu
Þátturinn er frá Ítalíu að þessu sinni eða frá Lake Como þar sem Pétur fer yfir menninguna á staðnum eins og hún kemur honum fyrir sjónir.Hann veltir fyrir sér matarmenningu, lífsgæðakapphlaupi og ýmsu fleira.
•
Season 1
•
Episode 15
•
5:06

14.Reynir
Í þættinum þessa vikuna fjallar Pétur um það að reyna of mikið. Meginefni þáttarins er komið úr gamalli bloggsíðu Péturs. Þar er vitnað í bók sem segir frá lærling ræða við lærimeistar sinn um leggja sig fram til að ná settu marki. En ...
•
Season 1
•
Episode 14
•
7:23

13.Þjóðarsálin
Í þessari viku veltir Pétur fyrir sér hvort heimurinn fari versnandi. Þær vangaveltur eru út frá því hvað fólk setur á samfélagsmiðla. Í þættinum er farið yfir að almenningur hafði ekki rödd hér áður fyrr til þess að tjá s...
•
Season 1
•
Episode 13
•
6:58

12.Yesterday
Í þessari viku vitnar Pétur í Bítlalagið Yesterday, um skyndilegar breytingar sem geta orðið í lífinu og að allt getur breyst á augabragði.Út frá þeim vangaveltum þróast spjallið út í nægjusemi og hvernig vandamál okkar geta ja...
•
Season 1
•
Episode 12
•
8:00

11.Góða fólkið
Þessi þáttur er nokkurs konar framhald af þarsíðasta þætti, þar sem fjallað var um að vera eða ekki vera-eitthvað. Nú er farið aðeins dýpra í það og talað um góða fólkið, sem samkvæmt Pétri eru mögulega þeir sem telja sig ...
•
Season 1
•
Episode 11
•
4:53

10.Nútíminn er trunta
Nútíminn er truntameð tóman grautarhausHjartað það er hrímað því heilinn gengur laus (Sigurður Bjóla Garðarsson) Í þættinum er Pétur að velta fyrir sér hver...
•
Season 1
•
Episode 10
•
7:47

9.Að vera eða ekki vera....
Í þessari viku eru efnistökin; að vera eitthvað. Hvað er að vera eitthvað? Er það frægð og frami, peningar eða að ná akkúrat þeim markmiðum sem þú ætlaðir?
•
Season 1
•
Episode 9
•
6:52

8.Dónaskapur
Í dag er dónaskapur efstur í huga Péturs og reynir hann að horfa á það í aðeins víðara samhengi. Hvað er dónaskapur og hvernig verðum við dónaleg? Er mögulegt að dagsform okkar sem verðum fyrir dónaskapnum spili þar inn í,...
•
Season 1
•
Episode 8
•
5:33

7.Sérstakt fólk
Í þættinum veltir Pétur fyrir sér hvað það er að vera sérstakur. Erum við skrítin ef við erum öðruvísi en aðrir? Við hvað miðum við?Ýmsar hliðar skoðaðar sem og ýmsar staðalímyndir.
•
Season 1
•
Episode 7
•
7:23

6.Vonandi skemmtið ykkur vel
Í þessari viku fyrir verlsunarmannahelgina segir Pétur sögu frá einni slíkri helgi, sem gæti verið sönn en líður þó alls ekki fyrir sannleikann. Sagan segir af þremur drengjum sem fara á útihá...
•
Season 1
•
Episode 6
•
7:19

5. Leitin að hamingjunni
Í þætti vikunnar er Pétur í hamingjuleit og reynir að leysa gátuna um það af hverju lífið er svona flókið nú til dags. Vangavelturnar koma út frá því ástandi að detta út af vinnumarkaði vegna andlegra veikina. En í tilvitn...
•
Season 1
•
Episode 5
•
6:23

4.Hvað áttu að vita?
Hvað áttu að vita? Hvað er að vera gáfaður? Pétur veltir fyrir sér hvort við teljumst gáfuð ef við vitum mikið en erum ekki góð í mannlegum samskiptum. Eða er manneskja sem er góð í mannlegum samskiptum ...
•
Season 1
•
Episode 4
•
7:12

3.Íslenska sumarið
Þriðji þáttur af pistlapodcasti Péturs; Það er alltaf þriðjudagur fjallar um íslenska sumarið.Þessi tími, þegar birtan er allsráðandi, mögulega ágætis veður og við förum í fríið, er okkur ákaflega mikilvægur og skal nýtast vel....
•
Season 1
•
Episode 3
•
6:15
