
Það er alltaf þriðjudagur
Hversdagsleikinn getur heltekið okkur. Það er ekkert meira grámygluhversdagslegt og þriðjudagar. En við gefum skít í það og kúplum okkur aðeins út og veltum hlutunum fyrir okkur.
Það er alltaf þriðjudagur
10.Nútíminn er trunta
•
Pétur Guðjónsson
•
Season 1
•
Episode 10
Nútíminn er trunta
með tóman grautarhaus
Hjartað það er hrímað
því heilinn gengur laus
(Sigurður Bjóla Garðarsson)
Í þættinum er Pétur að velta fyrir sér hvernig er best að fanga núið. Var þetta betra hér áður fyrr, fyrir 30-40 árum þegar við gengum hægar og gátum bara beðið eftir póstkorti frá útlöndum í marga daga og þá var ekkert DHL. Erum við orðin of kröfuhörð.
Eins og oft áður leysir Pétur ekki þessa lífsgátu en dregur vissulega fram nokkur sjónarhorn.