
Það er alltaf þriðjudagur
Hversdagsleikinn getur heltekið okkur. Það er ekkert meira grámygluhversdagslegt og þriðjudagar. En við gefum skít í það og kúplum okkur aðeins út og veltum hlutunum fyrir okkur.
Það er alltaf þriðjudagur
13.Þjóðarsálin
Í þessari viku veltir Pétur fyrir sér hvort heimurinn fari versnandi. Þær vangaveltur eru út frá því hvað fólk setur á samfélagsmiðla.
Í þættinum er farið yfir að almenningur hafði ekki rödd hér áður fyrr til þess að tjá sig opinberlega en nú hafa allir sem vilja sinn eigin miðil.
Tekin eru dæmi frá kommentakerfinu, hversu rætin og ógeðfelld þau geta verið. Því liggur beinast við að spyrja hvort mannfólkið sé verra en áður eða er slæmur hugsunarhátturinn að koma upp á yfirborðið sem var ekki áður en allir höfðu aðgengi í miðlana.
Tekin eru dæmi úr kommentakerfi fréttamiðils og óhætt er að segja að það sé ekki fyrir viðkvæma.