
Það er alltaf þriðjudagur
Hversdagsleikinn getur heltekið okkur. Það er ekkert meira grámygluhversdagslegt og þriðjudagar. En við gefum skít í það og kúplum okkur aðeins út og veltum hlutunum fyrir okkur.
Það er alltaf þriðjudagur
19.Rangur maður
Þessa vikuna veltir Pétur fyrir sér hvernig skal greina kjarnann frá hisminu þegar einhver gefur ráð um eitt og annað. Eins og til dæmis heilsuráð, hvaða starf þú átt að taka eða bara hvernig skuli bregðast við einhverjum aðstæðum.
Að vera rangur maður eins og segir í laginu getur komið til þegar viðkomandi hlustar á margar mismunandi ráðleggingar en hefur ekki sjálfstraust til þess að standa mér sínum.
Og mögulega getur samanburður leitt til óhamingju.
Þá er nokkrum áhugaverðum spurningum slegið inn í google, eins og til dæmis: Hvernig verð ég 100 ára og áhugaverð svör sem koma þar í ljós.