
Það er alltaf þriðjudagur
Hversdagsleikinn getur heltekið okkur. Það er ekkert meira grámygluhversdagslegt og þriðjudagar. En við gefum skít í það og kúplum okkur aðeins út og veltum hlutunum fyrir okkur.
Það er alltaf þriðjudagur
22.Efasemdir
Í þessum 22.þætti veltir Pétur fyrir sér hvers vegna sumir ná oft meiri árangri en aðrir. Er það heppni og vinnusemi eða kemur fleira þar við sögu?
Er einhver sérstök heppni sem fylgir sumum, eins og til dæmis íþróttafólk sem er sigursælt. Eða er þetta klippt og skorið, þú verður bara að leggja meira á þig?
Er kannski eitthvað yfirnáttúrulegt við suma sem til dæmis gera gull úr öllu sem þeir snerta?
Eða er það trúin sem sumir hafa á sjálfa sig, það sem skilur á milli hvort þú nærð árangri eða ekki? Stöðva efasemdir suma? Þessar raddir innra með okkur sem segja okkur að við getum þetta ekki eða að þetta verði vonlaust.