
Í alvöru talað!
Í hlaðvarpinu Í alvöru talað! tölum við um allar hliðar mennskunnar með dass af fíflagangi.
Stjórnendur hlaðvarpsins eru vinkonurnar Lydía og Gulla. Miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós.
Markmið hlaðvarpsins er að gera gagn í samfélaginu með því að skapa rými til þess að sameinast í mennskunni. Við tölum um allar hliðar manneskjunnar og samfélagsins. Um það sem er erfitt og það sem er auðvelt, um það sem er skemmtilegt og það sem er minna skemmtilegt í bland við það að hlæja hátt.
Í alvöru talað!
30. Verum meðvituð en ekki meðvirk! Berglind Magnúsdóttir
Berglind Magnúsdóttir, meðferðaraðili hjá Fyrsta skrefinu kom í spjall til að tala um meðvirkni. Hún er með master í félagsráðgjöf, hefur lagt áherslu á að mennta sig vel og hefur ástríðu fyrir að aðstoða fólk við að minnka meðvirkni og kynnast sjálfu sér. Hún er einni aðjúnkt við Háskóla Íslands og heldur úti hlaðvarpinu Meðvirknipodcastið með eiginmanni sínum.
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?
Lydía (Gott jafnvægi) á Instagram
Gulla á Instagram
Þátturinn er í boði
- Tree hut sem fæst í Krónunni og Hagkaup
- COSRX sem fæst í Hagkaup
- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14
- Flísabúðin, Stórhöfða 21
Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.