Í alvöru talað!
Í hlaðvarpinu Í alvöru talað! tölum við um allar hliðar mennskunnar með dass af fíflagangi.
Stjórnendur hlaðvarpsins eru vinkonurnar Lydía og Gulla. Miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós.
Markmið hlaðvarpsins er að gera gagn í samfélaginu með því að skapa rými til þess að sameinast í mennskunni. Við tölum um allar hliðar manneskjunnar og samfélagsins. Um það sem er erfitt og það sem er auðvelt, um það sem er skemmtilegt og það sem er minna skemmtilegt í bland við það að hlæja hátt.
Podcasting since 2024 • 54 episodes
Í alvöru talað!
Latest Episodes
53. Þakklæti og krossgötur!
Við stöndum á krossgötum með hlaðvarpið. Förum í saumana með það en fyrst og fremst spjöllum við um þakklæti og þakklætisiðkun.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?
•
Season 1
•
Episode 53
•
1:02:15
52. Þunglyndi, skammdegisþunglyndi og streita. Ólöf Dröfn Eggertsdóttir, sálmeðferðarfræðingur
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir er sálmeðferðarfræðingur hjá Samkennd heilsusetri. Hlustendur þekkja hana vel enda hefur hún áður komið til okkar. Í þetta skipti segir hún okkur frá þunglyndi og skammdegisþunglyndi. Hver er munurinn og hvað er til ráð...
•
Season 1
•
Episode 52
•
1:30:43
51. Ertu á breytingaskeiðinu? Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, GynaMedica
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, kvensjúkdómalæknir, er framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi GynaMedica. Kvenheilsa er hennar hjartans mál og hún stofnaði þess vegna GynaMedica sem er lækninga- og heilsumiðstöð fyrir konur.Í þættinum ræðir ...
•
1:20:13
50. Systrakraftur! Ása Ottesen
Ása Ottesen kom til okkar. Hún sterk og falleg kona sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Það sama mætti segja um systur hennar, Jónu. Þær misstu lítinn bróður sinn í umferðarslysi þegar þær voru unglingar en svo slasaðist Jóna alvarlega í umferðarslys...
•
Season 1
•
Episode 50
•
1:19:15
49. Hvað með húðina okkar? Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir
Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir er húðsjúkdómalæknir og einn stofnanda Húðvaktarinnar og einn af eigendum Húðlæknastöðvarinnar. Hún mætti til þess að ræða húðumhirðu og húðheilsu, enda hokin af reynslu í þeim bransa.Gulla var alveg að piss...
•
1:30:10