
Í alvöru talað!
Í hlaðvarpinu Í alvöru talað! tölum við um allar hliðar mennskunnar með dass af fíflagangi.
Stjórnendur hlaðvarpsins eru vinkonurnar Lydía og Gulla. Miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós.
Markmið hlaðvarpsins er að gera gagn í samfélaginu með því að skapa rými til þess að sameinast í mennskunni. Við tölum um allar hliðar manneskjunnar og samfélagsins. Um það sem er erfitt og það sem er auðvelt, um það sem er skemmtilegt og það sem er minna skemmtilegt í bland við það að hlæja hátt.
Í alvöru talað!
46. Ég vil mæta mér til að geta mætt öðrum. Lára Rúnarsdóttir í Móum.
Lára Rúnarsdóttir er stofnandi Móa stúdíó sem er jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun, efla sjálfsvitundina, virðingu fyrir líkamanum, innri hlustun & samkennd. Lára er jógakennari og tónlistarkona með kennaramenntun og mastersgráðu í kynjafræði. Við áttum við hana einlægt spjall meðal annars um mennskuna og mikilvægi þess að mæta sjálfum sér nákvæmlega eins og maður er.
Hlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.is
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?
Lydía (Gott jafnvægi) á Instagram
Gulla á Instagram
Þátturinn er í boði
- OsteoStrong
- Jörht góðgerðar og bætiefni
Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.