Í alvöru talað!
Í hlaðvarpinu Í alvöru talað! tölum við um allar hliðar mennskunnar með dass af fíflagangi.
Stjórnendur hlaðvarpsins eru vinkonurnar Lydía og Gulla. Miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós.
Markmið hlaðvarpsins er að gera gagn í samfélaginu með því að skapa rými til þess að sameinast í mennskunni. Við tölum um allar hliðar manneskjunnar og samfélagsins. Um það sem er erfitt og það sem er auðvelt, um það sem er skemmtilegt og það sem er minna skemmtilegt í bland við það að hlæja hátt.
Í alvöru talað!
52. Þunglyndi, skammdegisþunglyndi og streita. Ólöf Dröfn Eggertsdóttir, sálmeðferðarfræðingur
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir er sálmeðferðarfræðingur hjá Samkennd heilsusetri. Hlustendur þekkja hana vel enda hefur hún áður komið til okkar. Í þetta skipti segir hún okkur frá þunglyndi og skammdegisþunglyndi. Hver er munurinn og hvað er til ráða? Erum við þunglynd þegar við erum í mikilli streitu eða kulnun?
Hlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.is
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?
Lydía (Gott jafnvægi) á Instagram
Gulla á Instagram
Þátturinn er í boði
- OsteoStrong
- Jörht góðgerðar og bætiefni
Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.