Heppni og Hetjudáðir
Fjögurra manna hópur sem spilar Dreka & Dýflissur, fimmtu útgáfu. Spilið er hlutverkaspil sem byggir á spuna. Saman búum við til ævintýri með hjálp teninga. Hlaðvarpið er á íslensku, eða við reynum eftir fremsta megni að þýða það sem er á ensku. Aðal markmiðið er að hafa gaman og hlægja saman.
Heppni og Hetjudáðir
98 - Capra A. Hircus
•
Jóhann, Svandís, Ívar og Kristín
•
Season 1
•
Episode 98
Hetjurnar okkar ganga frá sínum málum í Fidem. Minns ræðir persónuleg mál við Aeris, lærir loks upprunalegt nafn geitarinnar, og fræðir hrafn um hugtök.
Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara Eldath á 11.stigi.
Kristján spilar Emir, Vedalken Artificer á 11.stigi.
Stefán spilar Minns, Erkidrýsil og huldurekka á 11.stigi.
Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.