Heppni og Hetjudáðir
Fjögurra manna hópur sem spilar Dreka & Dýflissur, fimmtu útgáfu. Spilið er hlutverkaspil sem byggir á spuna. Saman búum við til ævintýri með hjálp teninga. Hlaðvarpið er á íslensku, eða við reynum eftir fremsta megni að þýða það sem er á ensku. Aðal markmiðið er að hafa gaman og hlægja saman.
Heppni og Hetjudáðir
104 - Verkefnið hennar Mínu
•
Season 1
•
Episode 104
Hetjurnar okkar reyna að hvíla sig eftir bardagann við Tarian. Mínu dregur Emir afsíðist til að fá hans liðsinni og tólin hans til að sinna verkefni. Stór högg dynja á hlerunum sem loka Metru að ofanverðu...
Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara Eldath á 11.stigi.
Kristján spilar Emir, Vedalken Artificer á 11.stigi.
Stefán spilar Minns, Erkidrýsil og huldurekka á 11.stigi.
Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.