
Tveir á toppnum
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta [...] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ - Morgunblaðið 1987 - tveiratoppnumpodcast@gmail.com.
Tveir á toppnum
#87 - Babygirl
•
Tveir á toppnum
Úr rauðri veðurviðvörun: Tveir á toppnum standa ávallt vaktina. Kristín Ólafsdóttir fréttakona Stöðvar 2 greinir Babygirl með þeim Nicole Kidman og Harris Dickinson í frumeindir. Margt annað: Kynlíf í bíómyndum, ungir menn í kirkjunni, kynsvelt og kassalaga Z kynslóð, vinna á tímum veiru, back 2 back bíóferð í Ástralíu og miklu fleira.