
Tveir á toppnum
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta [...] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ - Morgunblaðið 1987 - tveiratoppnumpodcast@gmail.com.
Episodes
95 episodes
#95 - Black Mirror vertíð 7
Sjöunda vertíð af Black Mirror rædd í þaula. Halldór Auðar Svansson og Arnar Tómas Valgeirsson mæta. Takið frá 28. maí þegar Tveir á toppnum fagna hundrað þáttum!
•
1:15:14

#94 - Páskar 2025
Sneisafullur páskaþáttur af allskonar blaðri, páskaeggjum og páskamyndum. Arnar Tómas gerir þriðju tilraun til þess að mæta með Marvel trogið.
•
1:14:06

#93 - Táraflóð og Minecraft-tryllingur
Oddur og Tóti skila nýjum þætti allt of seint en bæta það upp með heilum 84 mínútum þar sem þeir rekja hversdagslegar raunir sínar, halda áfram að minnast Vals Kilmer. Oddur kveður einnig upp sinn Minecraft dóm og Tóti hágrætur yfir lokaþætti 1...
•
1:24:03

#92 - Val Kilmer og uppbót og upprifjun á þættinum sem hvarf
Smá yfirferð yfir þáttinn sem glataðist. Allskonar: Severance, Reacher, Daredevil osfrv. Hvíl í friði Val Kilmer. Hver var maðurinn? Yfirferð og meira til.
•
1:04:42

#91 - Adolescence
Kolbrún Bergþórsdóttir guðmóðir þáttarins heiðrar Tvo á toppnum með nærveru sinni og fer yfir þáttinn sem allir eru að tala um.
•
50:54

#90 - Mickey 17
Valur Gunnarsson og Birgir Olgeirsson ræða Mickey 17 eftir Bong Joon-ho í þaula. Alvöru umræður, á dýptinni. En fyrst: Á hvað eru menn að horfa á? Talið berst svo að Óskarnum, hinum víðfræga Óskarstjékka og fleiru.
•
1:09:27

#89 - Óskarsverðlaunin 2025
Yfirferð yfir Óskarinn 2025. Hvað kom á óvart? Hvað ekki? Er blockbusterinn í útrýmingarhættu? Mickey 17 og Captain America: New Brave World, svo fátt eitt sé nefnt.
•
55:44

#88 - Afsakið hlé-ið
Endurkoman mikla eftir tveggja vikna havarí. Hjartastopp í eldhúsinu. Bandaríkjaferð. Andlát Gene Hackman og Michelle Trachtenberg. Hvað erum við að horfa á? Pólitísk áhrif Tveggja á toppnum og Óskarsspáin 2025 með óvæntu lokainnslagi.
•
1:27:36

#87 - Babygirl
Úr rauðri veðurviðvörun: Tveir á toppnum standa ávallt vaktina. Kristín Ólafsdóttir fréttakona Stöðvar 2 greinir Babygirl með þeim Nicole Kidman og Harris Dickinson í frumeindir. Margt annað: Kynlíf í bíómyndum, ungir menn í kirkjunni, kynsvelt...
•
1:24:57

#86 - The Damned
Þórður Pálsson leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Damned mætir og ræðir myndina, hvernig hugmyndin kviknaði, leikaravalið, tökurnar á Vestfjörðum og margt fleira tengt kvikmyndum, kvikmyndagerð og leikstjórn, svo fátt eitt sé nefnt. Umræða án ...
•
1:25:10

#85 - David Lynch
David Lynch lést í liðinni viku. Hvíl í friði. Gerum upp ferilinn. Fyrst aðeins um Óskarstilnefningar 2025. Svo er það Lynch, Lynch og aftur David Lynch. Sérstakir gestir: Theodóra Björk Guðjónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson.
•
1:15:44

#84 - Squid Game 2
Suður-kóreska undrið er mætt aftur á Netflix eftir þriggja ára bið. Ræðum allar kenningarnar, hvernig okkur fannst fyrri hluti seríunnar vs. seinni. Margt fleira. Sérstakur gestur: Vésteinn Örn Pétursson, sérfræðingur í málefnum Suður-Kóreu og ...
•
1:05:08

#83 - Nosferatu
Aðeins um Golden Globe og bruna í Hollywood. Nosferatu eftir Robert Eggers. Endurkoma vampírunnar? Hvers vegna eru vampírur svona sexí? Sérstakur gestur: Bríet Blær Jóhannsdóttir.
•
1:10:02

#82 - Áramótaskaupið 2024
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður mætir og ræðir skoðanir sínar á Skaupinu 2024 á sinn eigin hispurslausa hátt. Alvöru umræður.
•
1:02:57

#81 - The Christmas Quest
Aldís Amah Hamilton fer með risahlutverk í jólamynd Hallmark sem gerist á Íslandi, The Christmas Quest. Hún er sérstakur gestur í jólaþætti Tveggja á toppnum 2024. Ræðir myndina (án spilla!), jólahefðirnar, næstu hlutverk og miklu miklu fleira....
•
1:01:40

#80 - Arcane
Arcane sería 1 og 2 ræddar. Vestrar. Yellowstone. Stiklan úr 28 Months Later. Sjónvarpsefni. Verðbólga í stjörnugjöfum. Margt fleira. Sérstakur gestur: Arnar Tómas Valgeirsson.
•
59:30

#79 - Iceguys og Bannað að hlæja
Hannes Þór Halldórsson leikstjóri sem er með puttana í vinsælustu þáttum landsins þessa dagana mætir og ræðir Iceguys ævintýrið, Bannað að hlæja, hvernig kvikmyndabakterían kviknaði hjá honum og miklu fleira.
•
43:10

#78 - Þakkir, gjörðir og mörgæsin með stóru emmi
Síðasti þáttur fyrir Alþingiskosningar 2024. Þakkargjörðarbíómyndir. John Candy ofl. The Penguin.
•
1:09:50

#77 - Gladiator II
Það eru 24 ár liðin síðan Russell Crowe og Ridley Scott sópuðu til sín verðlaunum fyrir Gladiator og nú er framhald loksins komið í hús. Stórbrotið meistaraverk eða telenovela? Sérstakur gestur: Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður Stöðvar 2, Vís...
•
1:10:12

#76 - Tveir á toppnum á tæpasta vaði
Flogið heitum vængjum yfir ríða, drepa, giftast, sköpunarsögu Tveggja á toppnum, Vikuna með Gísla Marteini, Penguin, Yellowstone og allt þar á milli.
•
1:18:10

#75 - The Apprentice
Oddur tekinn af lífi. Myndin um fyrrverandi og næsta forseta Bandaríkjanna. Sérstakur gestur: Jón Þór Stefánsson, blaðamaður, Adam Sandler sérfræðingur og (ekki) stjórnmálafræðingur.
•
1:04:49

#73 - The Substance
Umdeildasta mynd ársins með Demi Moore og Dennis Qaid. Sú sem fékk kvikmyndahúsagesti til að æla og falla í yfirlið.
•
1:10:39
