
Tveir á toppnum
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta [...] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ - Morgunblaðið 1987 - tveiratoppnumpodcast@gmail.com.
Episodes
110 episodes
#110 - Naked Gun húmorinn virkar
Í fjarveru Odds kemst Tóti að því að húmor virkar. Bæði í bíó og lífinu þótt hann og gesturinn Sveinn Waage týni fljótt aðalefninu, The Naked Gun, í stjórnlausum kjaftavaðli að hætti X-kynslóðarinnar.
•
1:23:17

#109 - Happy Gilmore 2
Helsti sérfræðingur landsins í Adam Sandler, sá sem skrifaði lokaritgerð um hana og ræddi í þætti #12 - Jón Þór Stefánsson mætir og kryfur framhaldið sem er loksins komið 29 árum síðar.
•
59:45
.jpg)
#108 - Seint koma sumir en koma þó....
....þetta er þáttur um HBO…………….. (Max). Og miklu fleira! Förum aðeins í lífstílsmálin og einmanaleika. Ræðum Untamed á Netflix, Love Island, öll þessi andlát í Hollywood. Pamelu Anderson, Liam Neeson ofl!
•
54:38

#107 - Risaeðlur, björn og ástareyjan
Tóti kemur aftur úr sumarfríi! Förum yfir víðan völl með frjálsri aðferð. Jurassic World: Rebirth, Love Island, The Bear, Ironheart, meira af Superman og margt, margt, margt fleira.
•
54:08

#106 - Superman
Nýjasta ofurhetjumynd James Gunn og DC ofurhetjuheimsins um stærstu ofurhetju í heimi er mætt í kvikmyndahús. Geir Finnsson hleypur í skarðið fyrir Tóta.
•
58:34

#105 - F1 ft. Pitturinn
Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson sem lýsa Formúlu 1 og eru kenndir við Pittinn mæta til leiks og greina F1 myndina eins og enginn annar getur greint hana.
•
43:14

#104 - 28 Years Later
Flosi Þorgeirsson draugur fortíðar og hin draughrædda Aníta Guðlaug, dýnamíska dúóið frá helvíti fer út um víðan völl og um allar áttir í fjörugri greiningu á nýjustu uppvakningamynd Danny Boyle.
•
1:57:06

#103 - Sjálfstæðar konur og sumarstreymið 2025
Gestalaus yfirferð með frjálsri aðferð yfir myndir með sjálfstæðum konum í aðalhlutverki í tilefni dagsins og svo jú allt það sem við erum að horfa á. HBO Max til Íslands eftir smá og ýmislegt fleira.
•
1:01:16

#102 - The Last of Us vertíð 2
Einn mesti Last of Us aðdáandi landsins Tómas Gauti Jóhannsson mætir og kryfur seríu tvö, hvað betur hefði mátt fara og hvað var vel gert.
•
52:26

#101 - Mission: Impossible - The Final Reckoning
Birgir Olgeirsson mætir og fer yfir nýjustu og síðustu (?) Mission: Impossible myndina. Fyrst aðeins um Mobland ofl.
•
1:02:48

#100 - Óður til Sylvester Stallone
Margboðaður þáttur um Stop Or My Mom Will Shoot. Og reyndar svo miklu meira, ferill Sylvester Stallone gerður upp í hátíðarþætti. Henry Birgir Gunnarsson og Benedikt Bóas Hinriksson vita allt sem hægt er að vita um málið. Minnum á afmælispöbbkv...
•
1:42:38

#99 - Cannes þá og nú og Final Destination: Bloodlines
Pöbbkviss Tveggja á toppnum til að fagna hundrað þáttum fer fram í Stúdentakjallaranum kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 28. maí (frí daginn eftir!)-----Förum yfir víðan völl. Tóti rifjar upp sögur frá Cannes og segir okkur hvað er a...
•
1:03:41

#98 - Sinners en aðallega Andor 2
Förum yfir víðan völl. Pöbbkviss á Stúdentakjallaranum kl. 20:00 þann 28. maí. Mobland. Sinners. En aðallega Andor sería tvö.
•
1:08:07

#97 - Thunderbolts*
Biðst Arnar Tómas Valgeirsson loksins afsökunar á aðför sinni að Marvel? Hlustendur láta hann heyra það.
•
1:09:16
.jpg)
#96 - Verkalýður og njósnir
Baráttudagur verkalýðsins er hátíðisdagur hjá Tveimur á toppnum. Gestir fá því frí. Ræðum það sem við erum að horfa á, það sem er framundan og jú njósnamyndir og þætti. Og miklu fleira!
•
57:10

#95 - Black Mirror vertíð 7
Sjöunda vertíð af Black Mirror rædd í þaula. Halldór Auðar Svansson og Arnar Tómas Valgeirsson mæta. Takið frá 28. maí þegar Tveir á toppnum fagna hundrað þáttum!
•
1:15:14

#94 - Páskar 2025
Sneisafullur páskaþáttur af allskonar blaðri, páskaeggjum og páskamyndum. Arnar Tómas gerir þriðju tilraun til þess að mæta með Marvel trogið.
•
1:14:06

#93 - Táraflóð og Minecraft-tryllingur
Oddur og Tóti skila nýjum þætti allt of seint en bæta það upp með heilum 84 mínútum þar sem þeir rekja hversdagslegar raunir sínar, halda áfram að minnast Vals Kilmer. Oddur kveður einnig upp sinn Minecraft dóm og Tóti hágrætur yfir lokaþætti 1...
•
1:24:03

#92 - Val Kilmer og uppbót og upprifjun á þættinum sem hvarf
Smá yfirferð yfir þáttinn sem glataðist. Allskonar: Severance, Reacher, Daredevil osfrv. Hvíl í friði Val Kilmer. Hver var maðurinn? Yfirferð og meira til.
•
1:04:42

#91 - Adolescence
Kolbrún Bergþórsdóttir guðmóðir þáttarins heiðrar Tvo á toppnum með nærveru sinni og fer yfir þáttinn sem allir eru að tala um.
•
50:54

#90 - Mickey 17
Valur Gunnarsson og Birgir Olgeirsson ræða Mickey 17 eftir Bong Joon-ho í þaula. Alvöru umræður, á dýptinni. En fyrst: Á hvað eru menn að horfa á? Talið berst svo að Óskarnum, hinum víðfræga Óskarstjékka og fleiru.
•
1:09:27

#89 - Óskarsverðlaunin 2025
Yfirferð yfir Óskarinn 2025. Hvað kom á óvart? Hvað ekki? Er blockbusterinn í útrýmingarhættu? Mickey 17 og Captain America: New Brave World, svo fátt eitt sé nefnt.
•
55:44

#88 - Afsakið hlé-ið
Endurkoman mikla eftir tveggja vikna havarí. Hjartastopp í eldhúsinu. Bandaríkjaferð. Andlát Gene Hackman og Michelle Trachtenberg. Hvað erum við að horfa á? Pólitísk áhrif Tveggja á toppnum og Óskarsspáin 2025 með óvæntu lokainnslagi.
•
1:27:36
