Tveir á toppnum
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta [...] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ - Morgunblaðið 1987 - tveiratoppnumpodcast@gmail.com.
Tveir á toppnum
#131 - Jólaþátturinn 2025
•
Tveir á toppnum
Tveir á toppnum hraðspóla í gegnum alls konar jólajóla í sínum þriðja Jólaþætti. Mæla með góðu og sígildu jólaglápi, rifja upp jólamyndir kvikmyndahúsanna 1985, fyrir 40 árum og bíta enn og aftur í gamla þrætueplið hvort Die Hard sé jólamynd eða ekki.
Avatar-fyrirbærið er greint og hjónanna Rob og Michele Singer Reiner er minnst með hlýhug, þakklæti og sorg í hjarta.
Sérstakur gestur er JólaSveinn Waage.