Uppsveitakastið
Spjall og hugleiðingar um menn og málefni í uppsveitum Árnessýslu
Uppsveitakastið
Sölvi Arnarson - Efstidalur
•
Jónas
•
Season 2
•
Episode 49
Í þáttinn Tveir á tali kom góður gestur. Við, Jónas og Árni, tókum á móti Sölva Arnarsyni veitingamanni í Efstadal og í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Sölvi kynnti fyrir okkur ísinn og salatostinn sem þau gera í Efstadal og sagði okkur um leið frá ferðaþjónustunni sem hann ásamt systrum sínum og fjölskyldum reka. Eins sagði hann okkur af rekstri Héraðsskólans á Laugarvatni en þar reka þau gistiheimili og veitingastað í þessu sögufræga húsi. Nú er bara að setja sig í stellingar og hlusta og heyra hvað hann hefur að segja en sögurnar voru margar.