Uppsveitakastið
Spjall og hugleiðingar um menn og málefni í uppsveitum Árnessýslu
Episodes
56 episodes
Tveir á tali - Við hvorn annan
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, spjalla um desember, jólin, hefðir og allt sem tengist jólunum...og þeim sjálfum. Pínulítið sjálfhverfur þáttur þar sem farið er um víðan völl. - Valið á uppsveitamanni ársins er í gangi og nokkrar ti...
•
Season 5
•
Episode 56
•
1:10:27
Guðmundur skólastjóri
Guðmundur Finnbogason, skólastjóri Þjórsárskóla, mætti í létt spjall. Við spjölluðum um daginn og veginn, skátastarf, náttúruna, æskuna, menntamál, eldamennsku og margt fleira. Guðmundur hefur komið víða við og segir frá sér og sínum verkum í þ...
•
Season 2
•
Episode 55
•
1:05:18
Tveir á tali á Sæsabar
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, brugðu sér af bæ og kíktu inn á Sæsabar. Auðvitað var talað við Sæsa sjálfan, eða Sævald Þór Eyþórsson, um barinn og lífið og tilveruna. Eins fengum við annan góðan gest en Sigurður Emil Pálsson, eða ...
•
Season 2
•
Episode 54
•
1:02:05
Sylvía Karen Heimisdóttir - Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Hver er Sylvía Karen Heimisdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps? Hún kom í spjall í Uppsveitakastið. Við ræddum um æskuna á Selfossi, nám, störf, fjölskylduna og áhugamál. Það var gaman að kynnast konunni bak við titilinn í skemmtil...
•
Season 2
•
Episode 53
•
56:30
Tveir á tali - Björgunarsveitin Eyvindur, Einar og Tobias
Tveir á tali, þeir Jónas og Árni, fengu góða gesti í þáttinn. Einar Hjörleifsson og Tobias Ölvisson frá Björgunarfélaginu Eyvindi kíktu til okkar og sögðu okkur frá starfinu og Eyvindi. Tveir hressir strákar sem brenna fyrir því að láta gott af...
•
Season 2
•
Episode 52
•
1:09:19
Heilsugæsla uppsveitanna
Tveir á tali, þeir Jónas og Árni, fengu góða heimsókn enda tilefnið ærið. Nú er heilsugæslustöðin í Laugarási að flytja sig um set, þó ekki í fyrsta skipti en uppsveitirnar sem læknishérað urðu til 1899 og var fyrsti læknirinn staðsettur í Grím...
•
Season 2
•
Episode 51
•
1:04:50
Vörðukórinn - Ferðasaga frá Skotlandi
Dagana 21.-26. október fór Vörðukórinn til Skotlands til að syngja í St. Mary's Parish Church í Haddington nálægt Edinborg. Ég gat komist með sem maki og tók upp nokkur tóndæmi í ferðinni. Tónleikarnir voru sungnir með skoskum kór, The Garleton...
•
Season 2
•
Episode 50
•
1:57:19
Sölvi Arnarson - Efstidalur
Í þáttinn Tveir á tali kom góður gestur. Við, Jónas og Árni, tókum á móti Sölva Arnarsyni veitingamanni í Efstadal og í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Sölvi kynnti fyrir okkur ísinn og salatostinn sem þau gera í Efstadal og sagði okkur um leið f...
•
Season 2
•
Episode 49
•
1:19:04
Sigurjón Sæland - Leikdeild UMF Bisk.
Sigurjón Sæland kom í heimsókn og kynnti nýjustu afurð leikdeildar UMF Bisk. en það er leikritið 39 & hálf vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ólafar Sverrisdóttur. Leikritið er gamanleikrit í farsastíl þar sem meðganga er viðfang...
•
Season 2
•
Episode 48
•
1:00:30
Tveir á tali - Hvað er að frétta?
Jónas Yngvi og Árni Þór voru einir í þetta skipti með þáttinn tveir á tali. Nóg að tala um enda mikið um að vera í uppsveitunum. Við fórum yfir allt sem netleit okkar hafði leitt í ljós og segjum frá uppákomum, fundum, skemmtunum, sveitarstjórn...
•
Season 2
•
Episode 47
•
1:00:08
Björgvin Skafti Bjarnason
Skafti kíkti í heimsókn og við spjölluðum um hvað á daga hans hefur drifið. Hann talaði um æskuna í Skeiðháholti, árin í Gósen, sveitarstjórnarmál og við ræddum aðeins um Parkinson sjúkdóminn. Skafti er líka hagyrðingur og það gæti vel verið að...
•
Season 2
•
Episode 46
•
1:06:59
Karl Hallgrímsson
Karl Hallgrímsson er deildarstjóri í Reykholtsskóla í Bláskógabyggð. Hann er líka tónlistamaður. Hann tók sig til og fór í Háskóla Íslands til að læra um stjórnun menntastofnana og skrifaði ritgerðina "Röfl um mengi og magann á beljum".T...
•
Season 2
•
Episode 45
•
1:07:52
Helga Jóhanna
Helga Jóhanna er athafnakona sem lætur ekkert stoppa sig. Nýlega var hún kjörin formaður suðurlandsdeildar FKA en það er ekki eina járnið sem hún hefur í eldinum. Hún rekur gistiheimili ásamt eiginmanni sínum, hefur sungið á plötur, gefið út bæ...
•
Season 2
•
Episode 44
•
50:58
Tveir á tali með fjallkóngum
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, tóku á móti 3 fjallkóngum en það eru Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Biskupstungna, Guðmundur Árnason, fjallkóngur Gnúpverja og Ingvar Hjálmarsson, fjallkóngur austurleitar Flóa- og Skeiða. ...
•
Season 2
•
Episode 43
•
1:01:40
Lína Björg Tryggvadóttir
Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi, kom í þáttinn og talaði um uppsveitirnar og starf sitt hjá þeim. Hún fór yfir verkefni sín og fræddi mig meðal annars um möguleika til styrkja vegna nýsköpunar. Fróðlegt og skemmtilegt viðtal.
•
Season 2
•
Episode 42
•
55:13
Matthías Bjarnason - Sveitarfélagið Árnessýsla
Matthías Bjarnason mætti til okkar til að tala um lokaverkefnið sitt í opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Verkefnið heitir Sveitarfélagið Árnessýsla og í því er fjallað um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu, áskoran...
•
Season 2
•
Episode 41
•
55:23
Siggi í Skarði
Sigurður Björgvinsson, eða Siggi í Skarði, kom í spjall. Hann ræddi uppvöxtinn í Reykjavík og sjómennsku. Svo ræddi hann fyrstu ár Búrfellsvirkjunar, vinnustaðinn, samfélagið og sveitina. Flutninginn af mölinni og Skarð. Sönginn og kórastarfið....
•
Season 2
•
Episode 40
•
42:52
Grímsævintýri - Laufey Guðmundsdóttir
Grímsævintýri er skemmtun sem haldin er í Grímsnes- og Grafningshrepp á hverju ári. Laufey Guðmundsdóttir kom í heimsókn og kynnti fyrir okkur hátíðina og eins Kvenfélag Grímsneshrepps sem stendur að Grímsævintýri. Tombólan er fastur liður en í...
•
Season 2
•
Episode 39
•
59:55
Hestakráin með nýja eigendur
Í vor keyptu þau Helgi Haukur Hauksson og Helga Margrét Friðriksdóttir Hestakránna. Í tilefni af því skrapp Uppsveitakastið í heimsókn og hitti Helgu. Það er mikið að gera hjá þeim en auk þess að reka Hestakránna reka þau einnig Þjóðveldisbæinn...
•
Season 2
•
Episode 38
•
49:50
Sólheimar í Grímsnesi
Tveir á tali brugðu undir sig díselfætinum og fóru í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Þar tóku á móti okkur Kristín Björg Albertsdóttir, framkvæmdastjóri, og Kristófer Agnarsson listamaður. Þau fræddu okkur um fjölbreytta starfssemi Sólheima ...
•
Season 2
•
Episode 37
•
1:08:38
Pálmi Gunnarsson
Í dag fagnar Uppsveitakastið árs afmæli en þann 22.07.2024 kom fyrsti þátturinn út. Viðmælandi dagsins er hinn góðkunni Pálmi Gunnarsson bassaleikari og söngvari. Við ræddum saman um náttúruna, silunga, sjónvarpsþætti, bækur og marg...
•
Season 2
•
Episode 36
•
1:18:05
Tveir á tali - Sumarspjall
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, fara yfir það helsta sem er um að vera í uppsveitunum þennan mánuðinn. Skoðum dagskrána á útihátíðinni Flúðir um versló og þar verður nóg um að vera, Umferðarhornið er á sínum stað. Leikhópurinn Lotta...
•
Season 1
•
Episode 35
•
59:02
Einar Gíslason, Kjarnholtum
Ég skrapp í heimsókn til Einars í Kjarnholtum og spjallaði við hann um lífið og tilveruna. Hvernig var að alast upp í Biskupstungum, skólagönguna, mannlífið og fleira. Um leið og við nutum útsýnis yfir sveitina spjölluðum við um daginn og vegin...
•
Season 1
•
Episode 34
•
53:18
Heiðrún Kristmundsdóttir
Heiðrún Kristmundsdóttir frá Haga er ein af forsprökkum körfuboltabúða á Flúðum í júlí. Karfan á hug hennar allan og hún hefur komið víða við. Spilað og þjálfað.... annars er bara best að hlusta á hana tala um körfuna, sveitina, hestana og allt...
•
Season 1
•
Episode 33
•
1:02:11