Uppsveitakastið
Spjall og hugleiðingar um menn og málefni í uppsveitum Árnessýslu
Episodes
41 episodes
Matthías Bjarnason - Sveitarfélagið Árnessýsla
Matthías Bjarnason mætti til okkar til að tala um lokaverkefnið sitt í opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Verkefnið heitir Sveitarfélagið Árnessýsla og í því er fjallað um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu, áskoran...
•
Season 2
•
Episode 41
•
55:23

Siggi í Skarði
Sigurður Björgvinsson, eða Siggi í Skarði, kom í spjall. Hann ræddi uppvöxtinn í Reykjavík og sjómennsku. Svo ræddi hann fyrstu ár Búrfellsvirkjunar, vinnustaðinn, samfélagið og sveitina. Flutninginn af mölinni og Skarð. Sönginn og kórastarfið....
•
Season 2
•
Episode 40
•
42:52

Grímsævintýri - Laufey Guðmundsdóttir
Grímsævintýri er skemmtun sem haldin er í Grímsnes- og Grafningshrepp á hverju ári. Laufey Guðmundsdóttir kom í heimsókn og kynnti fyrir okkur hátíðina og eins Kvenfélag Grímsneshrepps sem stendur að Grímsævintýri. Tombólan er fastur liður en í...
•
Season 2
•
Episode 39
•
59:55

Hestakráin með nýja eigendur
Í vor keyptu þau Helgi Haukur Hauksson og Helga Margrét Friðriksdóttir Hestakránna. Í tilefni af því skrapp Uppsveitakastið í heimsókn og hitti Helgu. Það er mikið að gera hjá þeim en auk þess að reka Hestakránna reka þau einnig Þjóðveldisbæinn...
•
Season 2
•
Episode 38
•
49:50

Sólheimar í Grímsnesi
Tveir á tali brugðu undir sig díselfætinum og fóru í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Þar tóku á móti okkur Kristín Björg Albertsdóttir, framkvæmdastjóri, og Kristófer Agnarsson listamaður. Þau fræddu okkur um fjölbreytta starfssemi Sólheima ...
•
Season 2
•
Episode 37
•
1:08:38

Pálmi Gunnarsson
Í dag fagnar Uppsveitakastið árs afmæli en þann 22.07.2024 kom fyrsti þátturinn út. Viðmælandi dagsins er hinn góðkunni Pálmi Gunnarsson bassaleikari og söngvari. Við ræddum saman um náttúruna, silunga, sjónvarpsþætti, bækur og marg...
•
Season 2
•
Episode 36
•
1:18:05

Tveir á tali - Sumarspjall
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, fara yfir það helsta sem er um að vera í uppsveitunum þennan mánuðinn. Skoðum dagskrána á útihátíðinni Flúðir um versló og þar verður nóg um að vera, Umferðarhornið er á sínum stað. Leikhópurinn Lotta...
•
Season 1
•
Episode 35
•
59:02

Einar Gíslason, Kjarnholtum
Ég skrapp í heimsókn til Einars í Kjarnholtum og spjallaði við hann um lífið og tilveruna. Hvernig var að alast upp í Biskupstungum, skólagönguna, mannlífið og fleira. Um leið og við nutum útsýnis yfir sveitina spjölluðum við um daginn og vegin...
•
Season 1
•
Episode 34
•
53:18

Heiðrún Kristmundsdóttir
Heiðrún Kristmundsdóttir frá Haga er ein af forsprökkum körfuboltabúða á Flúðum í júlí. Karfan á hug hennar allan og hún hefur komið víða við. Spilað og þjálfað.... annars er bara best að hlusta á hana tala um körfuna, sveitina, hestana og allt...
•
Season 1
•
Episode 33
•
1:02:11

Hallbera Gunnarsdóttir
Hallbera Gunnarsdóttir er kennari, söngvari, útivistafrömuður og helling fleira. Hvað kom til að ákveðið var að sofa í tjaldi allan ársins hring? Af hverju eru haldnir tónleikar úti á Laugarvatninu sjálfu? Hallbera kíkti í spjall ti...
•
Season 1
•
Episode 32
•
53:54

Magnús Bjarki - Björgunarsveitin Ingunn
Á Laugarvatni er árlega haldið hlaup sem kallast Gullspretturinn. Í ár er það haldið þann 14.06. Magnús Bjarki Snæbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni, kom og kynnti þennan viðburð fyrir mér. Eins sagði Magnús frá fj...
•
Season 1
•
Episode 31
•
1:00:32

Tveir á tali - Upp í sveit
Eins og okkar er vísa þá eru tveir á tali að spjalla um allt sem gerist í uppsveitunum og við vitum af. Ástráður Unnar Sigurðsson kom og sagði okkur frá sumarhátíðinni í Skeiða- og Gnúpverjahrepp en hún kallast Upp í sveit. Ljóst er að dagskrái...
•
Season 1
•
Episode 30
•
1:02:32

Björg Eva Erlendsdóttir
Björg Eva er mörgum vel kunnug. Fædd í Gnúpverjahreppnum og sérstakur áhugamaður um náttúruvernd. Hún er framkvæmdastjóri Landverndar og nýtir sumarfríið til landvörslu. Við ræddum um uppvaxtarárin á Hamarsheiði, Þjórsána, Þjórsárdalinn, virkja...
•
Season 1
•
Episode 29
•
1:01:32
Tveir á tali - Enduro
Heimir Sigurðsson frá Hreppaköppum kynnti Enduro keppni. Eins var farið yfir fundargerðir og fleira. Fréttir og skemmtanir. GÓSS í Friðheimum og fullt í viðbót.
•
Season 1
•
Episode 28
•
1:08:03

Tveir á tali - Pálmi Hilmarsson
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór fengu Pálma Hilmarsson í heimsókn. Pálmi er nemendum Menntaskólans að Laugarvatni að góðu kunnur því hann hefur verið staðahaldari þar í þónokkur ár. Pálmi sagði okkur frá sögu ML og skólahalds að Laug...
•
1:15:55
Tveir á tali (26)
Jónas Yngvi og Árni Þór settust niður að loknum páskum og fóru yfir það sem stóð uppúr um páskana og eins hvað er framundan. Páskaeggin og málshættirnir fengu sinn skammt ásamt nýjum lið sem er matarhorn, enda báðir miklir matgæðingar. Við stef...
•
Episode 26
•
1:06:12

Haraldur Þór Jónsson - oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Haraldur Þór Jónsson - oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps fer yfir stöðu sveitarfélagsins þegar tæp 3 ár eru liðin af kjörtímabilinu. Litið er yfir farinn veg og rætt um hvað hefur áunnist og hvað er eftir.Staða sveitarfélagsins, virkjan...
•
1:18:40

Tveir á tali -- um allt og ekki neitt
Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, spjalla um hvað er efst á baugi í uppsveitunum þessa dagana.
•
1:01:46

Nils Guðjón - Heildrænar meðferðir
Nils Guðjón kom i spjall á dögunum. Hann er best þekktur sem Nils nuddari en hann gerir bara svo mikið meira. Hann fór yfir ferilinn frá því hann var peyji á Bergstaðarstrætinu til Ólympíuleikanna í París.Forvitnilegt og skemmtilegt spja...
•
48:05

Tveir á Tali. Djöflaeyjan - Menntaskólinn að Laugarvatni
Menntaskólinn að Laugarvatni hefur verið að sýna Djöflaeyjuna við góðar undirtektir. Tveir á tali, þeir Jónas Yngvi og Árni Þór, fengu í heimsókn þau Stefaníu Maren Jóhannsdóttur og Daníel Aron Bjarndal Ívarsson sem leikstýrðu verkinu. Mikið va...
•
1:06:37

Ævar Austfjörð
Ævar Austfjörð kíkti við til að fræða mig og aðra um eitt og annað. Auðgandi landbúnaður er eitt af hans hugðarefnum og hann ræddi um þá aðferð og kynnti um leið ráðstefnu sem haldin verður þann 02. apríl á hótel Hilton. En það var ekki allt þv...
•
1:02:32

Tveir á tali
Jónas Yngvi og Árni Þór fóru vítt og breitt yfir málefni uppsveitanna. Hinn sívinsæli liður, Lesið úr fundargerðum sveitarstjórna, er á sínum stað en einnig er farið yfir viðburði og fréttatilkynningar sem okkur hafa borist. Ef menn vi...
•
55:09

Sex í sveit
Björk Jakobsdóttir, leikstjóri, kom í spjall ásamt eiginmanninum, Gunnari Helgasyni. Björk hefur undanfarna mánuði verið að leikstýra leikdeild UMFG í verkinu Sex í sveit eftir Marc Camoletti í heimfæslu og þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Rætt ...
•
58:08
