
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
6. Helvíti er engin skemmtiganga!
100.000 erindi er slatti en fólk hafði svosem nægan tíma í eld eld gamla daga. Hvernig er í neðsta víti Dantes? Er maður þar botnfrosinn til eilífðar eða er leið fær til að losna út úr myrkrinu og finna leiðina í paradís. Smá átök en upprisan er freistandi og mannbætandi. Í ilmvötnum eru olíur sem leiða aðrar olíur og gera það að verkum að ilmvötn endast og endast á manni. Kannski á maður að fara í gegnum helvíti með ilmvatn?