Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Podcasting since 2024 • 63 episodes
Á ég að hend'enni?
Latest Episodes
63. Einsetukonur og tækifærissinnar
Steinunn ver sig fimlega þegar Halldóra reynir að fá hana til að axla ábyrgð á gengdarlausri leti sinni og vinnuframlagsleysi. Halldóra er langþreytt á gangi mála og reynir að ala vinkonu sína upp án árangurs. En Human Design þeirra vinkvennann...
•
10:05
61. ,,Ég er eiginlega alveg orðlaus“ Ólafur Stefánsson eins og hann er bestur
Steinunn þekkir tvo íþróttamenn og annar er gestur þeirra Halldóru í þessum mjög þætti. Gesturinn er enginn meðalmaður, óvanalegur og einlægur, sá einstaki Óli Stef! Í fyrstu er gesturinn orðlaus, sem hann segir holl...
•
10:22
60. Þetta er fyrsti verulega SEXÝ þátturinn!
Í þessum þætti verður farið yfir óvenjulegt boðskort sem Halldóra hlaut á dögunum. Þar verður í boði að vera allsber en töluverður áhugi er að myndast hjá þeim stöllum um að ganga um naktar en sérstaklega ber á þessu hjá Halldóru. ...
•
11:08
59. Viðtal við algjöran Eðalmann - ADI ÆVINTÝRI
Sumir þættir podcastsins eru teknir upp á matsölu-og samfélagsstaðnum Mama í Bakarabrekkunni. Þar er fallegt og ört stækkandi samfélag fólks sem kýs að leggja stund á andlega iðkun, borða heilnæma náttúrufæðu og drekka gullna túrmerik drykki og...
•
47:57
58. Hjónalíf, James Bond á Bora Bora – Halldóra ræðir við eiginmann sinn
Steinunn skrópaði í þennan þátt og því brá Halldóra á það ráð að taka viðtal við eiginmann sinn Nikkó en um engan er þeim Steinunni meira tíðrætt um. Hjónin stikla á hjónamálum, Nikkó segir sögur frá uppvaxtarsögur frá Marokkó, kostulegar...
•
46:26