
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Podcasting since 2024 • 48 episodes
Á ég að hend'enni?
Latest Episodes
47. Að koma út úr skápnum sem völva (Völva Suðurnesja)
Það kemur á daginn að bæði Halldóra og Steinunn telja sig völvur svo það er um að gera að fara að panta hjá þeim tíma. Þær ræða hvernig sýnir og hlutir birtast þeim eins og þetta rugl sé einhver vitniburður um forspárgáfu þeirra. En til u...
•
46:54

46. Alversti eða besti þátturinn hingað til! (Konur og ástir, Nýja testamentið)
Það kveður við nýjan tón í þessum þætti þar sem Halldóra gerist djörf hvað innslög og klippingar varðar. Hljóðið í þættinum reyndist ekki vera fullkomið og því þurfti að bútasauma þáttinn eins og handverkskonum einum er lagið. Útkoman – algjör ...
•
43:48

45.Partý, partý, partý! Öll Heimsins partý!
Halldóra er skemmtanasjúk og kemur með partýbók og Steinunni langar strax á kjötkveðjuhátíðina í Ríó. Verður Freezing Man svar Íslands við Burning Man in the US of A!? Það er óviðeigandi hvað Halldóra talar mikið og oft um það að hún vilji vera...
•
47:05

44. Breytum bulli í gull (Kría siglir um suðurhöf)
Ef við byggjum í landi þar sem bara er hægt að týna ávexti sér til matar sem nota á samdægurs því annars myndi allt skemmast þá yrði okkur aldrei kalt en þannig er það í Frönsku -Pólónesíu þar sem Halldóra dvaldi ásamt fjölskyldu sinni. Sjöl er...
•
49:08

43. Þar sem háir hælar hálfan dalinn fylla (Leikrit eftir AI og Ljóð eftir RUMI)
Tröllskessurnar Fossatussa og Fjallatussa létu AI skrifa fyrir sig leikrit og um það skal fátt sagt utan það að það er ansi lélegt en stóra spurning dagsins er: Ertu dropinn í hafinu eða hafið í dropanum? Er auðveldara að vera allt en að vera e...
•
48:34
