
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Podcasting since 2024 • 56 episodes
Á ég að hend'enni?
Latest Episodes
55. Frá kvíða til sjálfsmildi: reynslusögur af sveppum, microdósing og Ayahuasca
Bókahillan varð að hliði inn í hugrekkið. Við förum frá hæðni og hálfkæringi yfir í djúpar sögur af microdósum, sveppum og ayahuasca, þar sem kvíði ´ breytingaskeiðinu, svefnleysi og stjórnsemi víkja fyrir mildi, leikgleði og heiðarlegri skugga...
•
46:21

54. Frá fordómum til fræðslu: Tóta töfrakona og kannabishjúkka
Þórunn Thors Jónsdóttir er gestur Halldóru og Steinunnar en hún hefur um árabil leiðbeint Íslendingum sem nota kannabis í lækningaskyni. Þú heyrir sögur sem kveikja von—frá sjúklingunum sem endurheimta svefn og matarlyst til kvenna sem finna lo...
•
44:39

53. Hinn fullkomni Gestur II ( Lífsskoðanir og gildi) Seinni hluti viðtals við Gest Pálmason
Í kjarna mannlegrar tilveru er samband okkar við reglur, gildi og samfélagið grundvöllur alls. Þessi framhaldsþáttur með Gesti Pálmasyni kafar djúpt í þessar pælingar og kannar hvernig mótþrói gegn yfirvaldi getur verið hluti af erfðameng...
•
38:24

52. Hinn fullkomni Gestur: Gildakerfin okkar (Gestur Pálmason)
Þegar þú skilur gildakerfi þín sérðu heiminn í allt öðru ljósi. Í þessum spennandi þætti förum við í djúpt ferðalag í gegnum þróun mannlegra gilda, allt frá grunnþörfum um að lifa af upp í heimsmiðaða hugsun.Hvað rekur þig áfram? Er það...
•
51:49

51. Leiðin heim er í gegnum eldinn, ekki framhjá honum (instagram viska)
Lífið er ferðalag sem krefst þess að við horfumst í augu við allar hliðar okkar sjálfra - ekki bara þær fallegu. Í þessu samtali skoða Steinunn og Halldóra eðli sjálfsvinnu og BREAKING NEWS er að sjálfsþroski snýst ekki um að losna við er...
•
46:18
