Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Episodes
71 episodes
72. Braselíski frumskógurinn og íslenska lækningakonan Ravi
Á veitingastaðnum Mama áttu þær Halldóra og Steinunn óvæntan fund við lækningakonuna Raví Jenný en hún er nýkomin til Íslands eftir 11 mánuða dvöl með Huin- Kuin þjóðflokknum.Raví segir okkur frá ferðum sínum, hvers hún leitaði og hvera hún...
•
42:05
71. Áramótaþáttur III. og síðasti hluti
Þessi III. hluti Áramótaþáttarins er rúsínan í pylsuendanum! Hér fer stuðið fram úr hófi og auðvitað fer nánast allt úr böndunum. Gleðilegt ár kæru hlustendur!Takk fyrir samstarfið Eldum rétt og Sjáðu
•
48:17
70. Áramótaþáttur II.hluti
Þessi II. hluti Áramótaþáttarins fer einnig fram á uppáhaldsstaðnum, Mama, í Bankastræti og þar taka þær Steinunn Og Halldóra á móti gestum við hringborð. Þar er sötrað heilagt Kakó og Kambucha og rýnt í himinhvolfin. Nú æsast leikar! Feg...
•
44:55
69. Það eru að koma áramót 25/26 - Spjallað við merkar konur I. hluti
Í þessum þætti sitja vinkonurnar á sínum uppáhaldsstað, Mama, í Bankastræti og taka á móti gestum við hringborð. Þar er sötrað heilagt Kakó og Kambucha og rýnt í himinhvolfin. Í þessum fyrsta hluta eru gestir enginn annar en Nikkó, eða Ni...
•
44:34
67. Gleðilegur jólaþáttur 2025
Það eru lúnar vinkonur sem fara yfir jólaundirbúninginn sem virðist vera lítill sem enginn en þó, Halldóra, keypti sófa og Steinunn Eldar rétt um jólin í fyrsta sinn!Annars er sagt frá tilurð skemmtilegasta skötuboðs aldarinnar sem fram fór...
•
45:16
66. Virk-ilega farið yfir víðan völl
Steinunn vill gjarnan vinna við að ferðast um heiminn og stofna fyrirtæki sem hitir Tent-Living en Dóra segir þetta bara vera glorified tjaldútilegu. Varnarkerfi líkamans er til umræðu en er kerfi eins og hænsnanetTakk fyrir samstarfið E...
•
9:41
65. Dauði hjartans viðtal við Jared Wholeheart
Í þessum þætti fá Halldóra og Steinunn til sín enn að leiðbeinendum Halldóru, Jared Wholeheart, en hann er sprenglærður ráðgjafi og hefur átt litríkan starfsferil. Einnig ræða þær um andlega vakningu, dauða hugans og hjartans á þeirri ...
•
10:35
64. Steinn um Stein frá Steini til Steins (Steinn Steinarr)
Halldóra hefur tekið upp huggulegan lífsstíl og fræðir Steinunni um þær raunir sem hún hefur komist í við að gera hýbíli sín að tímaritaverðu ljósmyndaefni. Magga Erla Húsahvíslari kemur til sögunnar en hún kemur og galdrar inn á heimilum með þ...
•
46:33
63. Einsetukonur og tækifærissinnar
Steinunn ver sig fimlega þegar Halldóra reynir að fá hana til að axla ábyrgð á gengdarlausri leti sinni og vinnuframlagsleysi. Halldóra er langþreytt á gangi mála og reynir að ala vinkonu sína upp án árangurs. En Human Design þeirra vinkvennann...
•
10:05
61. ,,Ég er eiginlega alveg orðlaus“ Ólafur Stefánsson eins og hann er bestur
Steinunn þekkir tvo íþróttamenn og annar er gestur þeirra Halldóru í þessum mjög þætti. Gesturinn er enginn meðalmaður, óvanalegur og einlægur, sá einstaki Óli Stef! Í fyrstu er gesturinn orðlaus, sem hann segir holl...
•
10:22
60. Þetta er fyrsti verulega SEXÝ þátturinn!
Í þessum þætti verður farið yfir óvenjulegt boðskort sem Halldóra hlaut á dögunum. Þar verður í boði að vera allsber en töluverður áhugi er að myndast hjá þeim stöllum um að ganga um naktar en sérstaklega ber á þessu hjá Halldóru. ...
•
11:08
59. Viðtal við algjöran Eðalmann - ADI ÆVINTÝRI
Sumir þættir podcastsins eru teknir upp á matsölu-og samfélagsstaðnum Mama í Bakarabrekkunni. Þar er fallegt og ört stækkandi samfélag fólks sem kýs að leggja stund á andlega iðkun, borða heilnæma náttúrufæðu og drekka gullna túrmerik drykki og...
•
47:57
58. Hjónalíf, James Bond á Bora Bora – Halldóra ræðir við eiginmann sinn
Steinunn skrópaði í þennan þátt og því brá Halldóra á það ráð að taka viðtal við eiginmann sinn Nikkó en um engan er þeim Steinunni meira tíðrætt um. Hjónin stikla á hjónamálum, Nikkó segir sögur frá uppvaxtarsögur frá Marokkó, kostulegar...
•
46:26
57. Veitingahúsið Mensa og minningarnar
Hvað gerist þegar kakóbolli kveikir á minningu og bók breytist í brú á milli heima? Við sitjum saman yfir Mensu, matreiðslu- og minningabók sem setur fjölskyldu, unglingsár og samfélagið okkar við saman borð þar sem rababarabaka, salöt og glæst...
•
44:36
56. Frá verkjum til visku – Viðtal við lækningakonu (Ana Bloom)
Ljós kviknar á í öllum hornum hugans þegar Anna Bloom stígur inn og segir okkur frá ferli sem byrjar í líkamanum en endar í rýminu þar sem hugrekki, húmor og heilun mætast. Galdra og lækningakonan Ana Bloom hefur frá mörgu að segja og hagnýt ga...
•
48:51
55. Frá kvíða til sjálfsmildi: reynslusögur af sveppum, microdósing og Ayahuasca
Bókahillan varð að hliði inn í hugrekkið. Við förum frá hæðni og hálfkæringi yfir í djúpar sögur af microdósum, sveppum og ayahuasca, þar sem kvíði ´ breytingaskeiðinu, svefnleysi og stjórnsemi víkja fyrir mildi, leikgleði og heiðarlegri skugga...
•
46:21
54. Frá fordómum til fræðslu: Tóta töfrakona og kannabishjúkka
Þórunn Thors Jónsdóttir er gestur Halldóru og Steinunnar en hún hefur um árabil leiðbeint Íslendingum sem nota kannabis í lækningaskyni. Þú heyrir sögur sem kveikja von—frá sjúklingunum sem endurheimta svefn og matarlyst til kvenna sem finna lo...
•
44:39
53. Hinn fullkomni Gestur II ( Lífsskoðanir og gildi) Seinni hluti viðtals við Gest Pálmason
Í kjarna mannlegrar tilveru er samband okkar við reglur, gildi og samfélagið grundvöllur alls. Þessi framhaldsþáttur með Gesti Pálmasyni kafar djúpt í þessar pælingar og kannar hvernig mótþrói gegn yfirvaldi getur verið hluti af erfðameng...
•
38:24
52. Hinn fullkomni Gestur: Gildakerfin okkar (Gestur Pálmason)
Þegar þú skilur gildakerfi þín sérðu heiminn í allt öðru ljósi. Í þessum spennandi þætti förum við í djúpt ferðalag í gegnum þróun mannlegra gilda, allt frá grunnþörfum um að lifa af upp í heimsmiðaða hugsun.Hvað rekur þig áfram? Er það...
•
51:49
51. Leiðin heim er í gegnum eldinn, ekki framhjá honum (instagram viska)
Lífið er ferðalag sem krefst þess að við horfumst í augu við allar hliðar okkar sjálfra - ekki bara þær fallegu. Í þessu samtali skoða Steinunn og Halldóra eðli sjálfsvinnu og BREAKING NEWS er að sjálfsþroski snýst ekki um að losna við er...
•
46:18
50. Að sitja með sjálfum sér og elska illmenni (Vigfús Bjarni í viðtali)
Hvað gerist þegar við sleppum tökunum? Hér hefst ferðalag inn í kjarna mannlegrar reynslu þar sem við könnumst við mikilvægi æðruleysis í daglegum æfingum. Enginn verður óbarinn biskup svo þær Steinunn og Halldóra fá til sín Vigfús Bjarna Alber...
•
59:02
49. Móðurhlutverkið og kannabislækningar
Móðurástin! Þurfum við hana? Getum við lifað án hennar? Uppeldisfræðingarnir ...hm...Steinunn og Halldóra tala fjálglega um uppeldi en það er lán að þær skuli ekki hafa nokkurt átorítet í þeim efnum. Umræðan snýst svo dálítið mikið um heilsu kv...
•
45:26
48. Skuggavinna og drullan í sálinni (Endurtekin bók Papalangi)
Andans dýr Steinunnar, eða spirit animal, er ugla og hún holdgerðist sem ugla í samkvæmi nú fyrir stuttu og veit nú hvernig það er að vera fiðraður. Fróðlegt fyrir fuglaáhugamenn. Dóra er sem oft áður að velta fyrir sér the dark female sem hún ...
•
48:54
47. Að koma út úr skápnum sem völva (Völva Suðurnesja)
Það kemur á daginn að bæði Halldóra og Steinunn telja sig völvur svo það er um að gera að fara að panta hjá þeim tíma. Þær ræða hvernig sýnir og hlutir birtast þeim eins og þetta rugl sé einhver vitniburður um forspárgáfu þeirra. En til u...
•
46:54
46. Alversti eða besti þátturinn hingað til! (Konur og ástir, Nýja testamentið)
Það kveður við nýjan tón í þessum þætti þar sem Halldóra gerist djörf hvað innslög og klippingar varðar. Hljóðið í þættinum reyndist ekki vera fullkomið og því þurfti að bútasauma þáttinn eins og handverkskonum einum er lagið. Útkoman – algjör ...
•
43:48