
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Episodes
48 episodes
47. Að koma út úr skápnum sem völva (Völva Suðurnesja)
Það kemur á daginn að bæði Halldóra og Steinunn telja sig völvur svo það er um að gera að fara að panta hjá þeim tíma. Þær ræða hvernig sýnir og hlutir birtast þeim eins og þetta rugl sé einhver vitniburður um forspárgáfu þeirra. En til u...
•
46:54

46. Alversti eða besti þátturinn hingað til! (Konur og ástir, Nýja testamentið)
Það kveður við nýjan tón í þessum þætti þar sem Halldóra gerist djörf hvað innslög og klippingar varðar. Hljóðið í þættinum reyndist ekki vera fullkomið og því þurfti að bútasauma þáttinn eins og handverkskonum einum er lagið. Útkoman – algjör ...
•
43:48

45.Partý, partý, partý! Öll Heimsins partý!
Halldóra er skemmtanasjúk og kemur með partýbók og Steinunni langar strax á kjötkveðjuhátíðina í Ríó. Verður Freezing Man svar Íslands við Burning Man in the US of A!? Það er óviðeigandi hvað Halldóra talar mikið og oft um það að hún vilji vera...
•
47:05

44. Breytum bulli í gull (Kría siglir um suðurhöf)
Ef við byggjum í landi þar sem bara er hægt að týna ávexti sér til matar sem nota á samdægurs því annars myndi allt skemmast þá yrði okkur aldrei kalt en þannig er það í Frönsku -Pólónesíu þar sem Halldóra dvaldi ásamt fjölskyldu sinni. Sjöl er...
•
49:08

43. Þar sem háir hælar hálfan dalinn fylla (Leikrit eftir AI og Ljóð eftir RUMI)
Tröllskessurnar Fossatussa og Fjallatussa létu AI skrifa fyrir sig leikrit og um það skal fátt sagt utan það að það er ansi lélegt en stóra spurning dagsins er: Ertu dropinn í hafinu eða hafið í dropanum? Er auðveldara að vera allt en að vera e...
•
48:34

42. Fjallatussur og hin guðdómlegi kvenleiki (Gullkorn úr íslenskum bókmenntum)
Þessi þáttur er tekin upp á uppáhalds hang-outi þeirra vinkvenna, andlega menningarheimilinu Mama í bakarabrekkunni. Nú er loks hægt að velta fyrir sér kvenleikanum þar sem þær eru báðar komnar fram yfir síðasta söludag og í Halldóru er að fæða...
•
46:48

41. Þrettán vasaklúta þáttur (Bróðir minn Ljónshjarta e. Astrid Lindgren)
Steinunn fór í fyrra lífi i fyrralífslestur og reyndist hafa verið svört ambátt og breskur grasafræðingur seint á 18. öld. Halldóra reynist vera frambærileg á kínversku enda downloadar hún bara tungumálum í gegnum Akashic-skjölin og svo var hún...
•
48:05

40. Nærföt útfararstjórans og The 4 fucks (Speki Konfúsíusar)
Það kemur í ljós að Steinunn átti nærfataskúffu sem hæfði útfararstjóra en hefur nú, af því að hún las það einhverstaðar, kannski á Smartlandi, að það væri hollara að klæðast glaðari litum næst sér. Halldóra byrjaði hinsvegar að klæðast björtum...
•
48:18

39. Að selja sig eða selja sig ekki (Spámaðurinn Kahil Gibran)
Að vera þræll markaðarins en vilja það eiginlega ekki er efst baugi. Stöllurnar Steinunn og Halldóra viðurkenna á sig vandræðagang miðaldra kvenna sem reyna að fóta sig á samfélagsmiðlum í ýmsum tilgangi. Þær leggjast svo lágt að biðla til hlus...
•
50:03

38. Er sálin á eilífðarferðalagi? (Feður og synir e. Ivan Sergeyevich Turgenev)
Halldóra er að spá í vaxtarferðalag sálarinnar og hvar hún sjálf er stödd í því ferðalagi. Steinunn heldur því fram að í verönd hverrar manneskju búi þrír þræðir innra barnið, innra foreldrið og svo hið innra fullorðna sjálf. Þær eru óvanalega ...
•
50:16

37. Stóru vinkonurnar eru bestu vinkonurnar! ( She is my sweetheart)
Þær Halldóra og Steinunn eiga báðar því láni að fagna að hafa átt fjölmargar sterkar og góðar fyrirmyndir í lífinu og hvað er betra en að eignast slíkar að vinkonum. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir listakona með meiru en ein þeirra ofurkvenna sem ...
•
40:52

36. Það eru allir og amma þeirra að taka sveppi
Í þessum þætti dregur aldeilis til tíðinda því Steinunn nuddar hendurnar og fæturnar á Halldóru þar til hún sofnar næstum. Þetta ku vera heimsviðburður. Ætla má að Steinunn hafi með ráðum boðið upp á nuddið svo hún sjálf gæti talað svo gott sem...
•
50:17

35. Erum við stjörnuryk eða zombie-ar? Er hugsanlegt að sumir séu hvortveggja.
Fyrst segir frá kuðungum sem Halldóra bar yfir hálfan hnöttinn. Fermingar ber á góma en hvorki Steinunn né Halldóra fermdust og þess vegna kannski er þetta podcast þeirra svona undarlegt. Er náttúrutrúin það merkilegasta sem við Íslending...
•
47:35

34. Hægra heilahvelið, Freud og ferðalagið. (Kuan Yin og Freud)
Halldóra dregur spil frá gyðju samkenndarinnar Kuan Yin og færir spilið Halldóru nýja sýn enda á hún að leita að auganu sem býr í hjartanu, hvernig sem hún fer nú að því. Hvað segja ferilskrár um manneskjur yfirleitt? Eru manneskjurnar oft og t...
•
49:14

33. Má bjóða þér far? Til Helvítis? Í gegnum hreinsunareldinn? ( Guðdómlegi gleðileikurinn)
Í fjarska heyrist mófuglasöngur enda er vorið á hátindi sínum. Heimsbókmenntirnar eru undir og ferðast þær Halldóra og Steinunn eftir leiðakerfi sjálfsvitundarinnar í gegnum sjálft helvíti og hreinsunareldinn í leitinni að paradís. Eru örvæntin...
•
51:10

32. Skjalasafn alheimsins - megum við fara þangað í beinni? (Akashic hugleiðsla)
Þessi þáttur er tekin upp í Skorradal í sumarbústað Halldóru þar sem Steinunn á griðastað og myndar samband við friðland og fiðraða. Halldóra umskapar sjálfa sig og breytist í transmiðil snemma þáttar og þá kemur við sögu hinn kvensjúki P...
•
50:14

31.Á mörkum raunveruleikans (Macbeth)
Halldóra fékk eiginmann sinn til að nálgast Alheimsskjalasafnið eða Akashic skjölin í hugleiðslu og má segja að þau hafi bæði lent í töluverðum ógöngum því þegar þangað er komið er nauðsynlegt að stimpla sig út því annars er maður fastur ...
•
46:31

30. Viljiði vita leyndarmál? (The Secret)
Fyrir leyndarmálasækna er þessi þáttur kannski nákvæmlega það sem þið voruð að leita að. Reyndar eru töluverðar líkur á að þið munið eiga erfitt með að skilja hvað fer fram, en það er vegna þess að Steinunn er komin á það sem hún kallar Tea n' ...
•
51:07

29. Voru páska-endurnar í Biblíunni? (páskaþáttur)
Það er ekki gott að segja hvað fer fram í þessum þætti. Sjálf Biblían er undir en Halldóra getur ekki fyrir sitt litla líf fundið það sem hún ætlaði að lesa í hinni Helgu Bók! Krossfestinguna ber á góma enda styttist mjög í píslargö...
•
57:17

28. Ferðaskrifstofan Gaman Gaman! ( Ennegram)
Framtíðarplönin eru ljós, þær vinkonurnar Steinunn og Halldóra ætla að setja á fót leikjabúðir fyrir fullorðna og Dóra ætlar að sjá um excelskjölin og raða fólki á leigubíla. Steinunn hefur eftir ónefndum sérfræðingi að manneskjan hafi ekki&nbs...
•
46:33

27. Þegar þú berð ljósið að myrkrinu verður myrkrið stórkostlega fallegt (Píkusögur)
Gervigreindin veit allt um Halldóru og frægðarsól hennar og segir að hún hafi náttúrulegan en hráslagalegan kynþokka. AI harðneitar að gefa Steinunni ráðleggirngar um hvernig best væri að snúa sér ef hún vill sænga með Halldóru. Þær stöllur sök...
•
42:48

26. Hversu oft í lífinu á maður að skipta um persónuleika?
Á þessi þáttur að taka breytingum og hætta að vera bókmenntaþáttur og verða þess í stað að henda fötum þáttur? Steinunn og Halldóra telja sig hafa ,,larpað“ allt lífið og myndu alla daga velja að ,,larpa“ umfram það að ,,lana“. Dóra segir frá þ...
•
44:08

25. Lemdu á þér mjaðmirnar til að ná jarðsambandi
Steinunn er svo róleg í þessum þætti að halda mætti að hún eigi stutt eftir. Misgóðar ráðleggingar til stúlkna frá fyrri öldum koma fyrir þótt þær þættu nú ekki góðar tvíbökur í dag! Er gott að reyna að gleyma öllu því sem höfuðið spinnur upp o...
•
47:03
