
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Episodes
31 episodes
30. Viljiði vita leyndarmál? (The Secret)
Fyrir leyndarmálasækna er þessi þáttur kannski nákvæmlega það sem þið voruð að leita að. Reyndar eru töluverðar líkur á að þið munið eiga erfitt með að skilja hvað fer fram, en það er vegna þess að Steinunn er komin á það sem hún kallar Tea n' ...
•
51:07

29. Voru páska-endurnar í Biblíunni? (páskaþáttur)
Það er ekki gott að segja hvað fer fram í þessum þætti. Sjálf Biblían er undir en Halldóra getur ekki fyrir sitt litla líf fundið það sem hún ætlaði að lesa í hinni Helgu Bók! Krossfestinguna ber á góma enda styttist mjög í píslargö...
•
57:17

28. Ferðaskrifstofan Gaman Gaman! ( Ennegram)
Framtíðarplönin eru ljós, þær vinkonurnar Steinunn og Halldóra ætla að setja á fót leikjabúðir fyrir fullorðna og Dóra ætlar að sjá um excelskjölin og raða fólki á leigubíla. Steinunn hefur eftir ónefndum sérfræðingi að manneskjan hafi ekki&nbs...
•
46:33

27. Þegar þú berð ljósið að myrkrinu verður myrkrið stórkostlega fallegt (Píkusögur)
Gervigreindin veit allt um Halldóru og frægðarsól hennar og segir að hún hafi náttúrulegan en hráslagalegan kynþokka. AI harðneitar að gefa Steinunni ráðleggirngar um hvernig best væri að snúa sér ef hún vill sænga með Halldóru. Þær stöllur sök...
•
42:48

26. Hversu oft í lífinu á maður að skipta um persónuleika?
Á þessi þáttur að taka breytingum og hætta að vera bókmenntaþáttur og verða þess í stað að henda fötum þáttur? Steinunn og Halldóra telja sig hafa ,,larpað“ allt lífið og myndu alla daga velja að ,,larpa“ umfram það að ,,lana“. Dóra segir frá þ...
•
44:08

25. Lemdu á þér mjaðmirnar til að ná jarðsambandi
Steinunn er svo róleg í þessum þætti að halda mætti að hún eigi stutt eftir. Misgóðar ráðleggingar til stúlkna frá fyrri öldum koma fyrir þótt þær þættu nú ekki góðar tvíbökur í dag! Er gott að reyna að gleyma öllu því sem höfuðið spinnur upp o...
•
47:03

24. Kattaskítur og rándýr ilmvötn
Halldóra hefur lagt í vana sinn að kaupa rándýr ilmvötn en nota þau síðan bara í einn dag á meðan Steinunn notaði sama ilmvatnið í þrjá áratugi en smyr sig nú eingöngu með ilmkjarnaolíum. Bókin Ilmurinn kemur við sögu, en á að hend'enni? ...
•
47:45

23. Ástin er alheimsundrið mesta!
Þetta er allra andlegasti þátturinn hingað til því smáskammtar á hugvíkkandi sveppum koma til tals og áhrif þeirra á þeytivindu hugans. Halldóra er gift vísindamanni og veit því allt um spegilfrumur sem eru alveg stórmerkilegur hluti af viðbrag...
•
48:16

22. Þið munið öll! Þið munið öll!
Fæddar 68´og 69' ólust þær vinkonurnar upp við kjarnorkuvána ógurlegu og núna ríflega 50 árum síðar eru kjarnorkustríðsógnanir að trenda aftur. Þá er bara eitt í stöðunni að skella sér niður í kjarnorkubyrgi Svövu Jakobsdóttur og leikrit hennar...
•
47:15

21. Ég bið að heilsa eftir Inga T.
Er Halldóra gerviflautuleikari eða alvöruflautuleikari, þar er efinn! Finnst öllum gaman að dansa? Hver vill vera athyglissjúka leikkonan sem lætur á sér bera á viðburðum annara? Steinunn deilir því að amma hennar hnerraði sjö...
•
45:05

20. Bylting miðaldra þjónustufulltrúa (kvenna)
Eru konur alltaf að gerast þjónustufulltrúar án þess að gera sér grein fyrir því? Halldóra og Steinunn vilja nýja vængi enda búnar að vera þjónustufulltrúar í þrjá áratugi. Halldóra er meira miðaldra en Steina því hún heldur að það heiti ,,að l...
•
47:14

19. Hugleiðsla, Botox og betri líðan
Flensa dró Steinunni nær til dauða og henni batnaði ekki fyrr en henni höfðu verið færðir svo margir blómvendir að heimilið minnti á líknardeild. Dóra vænir vinkonu sína um að hafa farið í botox en Steinunn segir þetta nýja 'look' stafa af mass...
•
45:03

17. Ég negli og saga og smíða mér bát
Í kjölfar kríunnar, er bók sem breytti lífi Dóru og hafði mikil áhrif á Steinunni líka. Dóra komst að því við lestur bókarinnar að hún hugsaði of smátt og að hún ætti ekki að láta neitt stoppa sig í að láta drauma sína rætast. Steinunni finnst ...
•
50:11

16. Manngerðirnar og baslið eilífa við egóið
Steinu fannst á unglingsárunum Dóra alltaf vera há og spengileg á meðan hún upplifði sig sem litla kiðfætta buddu. Dóra segir Ólöfu Skaftadóttur vera alvöru knattspyrnukonu en sjálf hafi hún aðeins leikið handboltamanneskju. Steinunn hefur gama...
•
47:58

15. Spáðu í mig... þá mun ég spá í þig
Rósir eru sköpunarverkið sjálft enda er rósin tvíkynja. Og fíflið í Tarot heldur á rós sem sannar þvælukenningar Steinunnar um að við séum í raun öll rósir eða meðlimir í Rósareglunni. Halldóra umber kjaftæði Steinunnar og rifjar upp road-trip ...
•
51:32

14. Spáum í spilin 2025
Steinunn er afburða beinþýðandi á meðan Halldóra fattaði á ögurstundu hvað hún er léleg í ensku. Köttur hefur hægðir í beinni. Tsjíkú-ví er ákall til kakaóguðsins og það skal hrópa þegar drukkið er alvöru- kakaó sem að þessu sinni er bragðbætt ...
•
46:00

13. Jólaóratoría Steinunnar og Halldóru
Þetta mun þegar fram líða stundir verða valinn jólalegsti jólaþáttur allra tíma. Halldóra beygir af yfir Jólaguðspjallinu, Steinunn er engu skárri og þusar eitthvað í gegnum tilinningasemina sem grípur þær báðar. Saman sitja þær vinkonurnar, há...
•
53:56

12. Guðsríki er að velja sér góða leikfélaga
Steinunn syngur Disney lög með börnunum sínum því henni misfórst að kenna börnum sínum íslensku jólalögin þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Hversu mikilvægt er að eiga góða leikfélaga? Er það himnaríki þegar maður á slíkan? Halldóra var alveg frjá...
•
49:44

11. Hvar er boðið upp á svæfingar á hárgreiðslustofum?
Halldóra var rétt um tvítugt þegar hún byrjaði að grána og nennur ekki að lita á sér hárið. Einu sinni hljóp kona þvert yfir götu til að ráða henni heilt í þeim efnum. Steinunni finnst svo leiðinlegt á hárgreiðslustofum að hún óskar þess að kli...
•
49:39

10. ...Þau verða leið á lestri í bók, en lángar að sofa hjá...
Í þessum þætti er það ástin og augun og ástin í augunum. Hvað má sjá í augum þeirra sem eldri eru...? Steina heldur að hún gæti verið dóttir leikarans Marty Feldman af því að hún er með svo útstæð augu en Dóra er örugglega dóttir foreldra sinna...
•
49:05

9. Eru öll börn dramadrottningar?
Dísa Ljósálfur var mikill örlagavaldur í lífi Steinunnar Ólínu enda sólgin í drama en eru þær bækur sem við lásum í æsku áhrifavaldar í lífi okkar sem fullorðinna kvenna? Dóru er tíðrætt um froska og glæpastorka...verðum við ekki að læra að ski...
•
47:08

8. Það er of mikið pláss fyrir ofan höfuðið á okkur!
Dóra er með hendur ömmu sinnar– en af afhverju vill hún ekki mála sig? Steina þarf að hætta að vera hávær og að misþyrma lyklaborðum en Dóra getur ekki þegar eggin kenna hænunni. Kötturinn Pablo sem er úr Dölunum dregst að ljóðskáldinu Jó...
•
47:07

7. Nennir einhver að kenna köttum mannasiði?
Halldóra dregur upp handbók sem breytti lífi hennar en hún man ekki hvernig. Steinunn vill ekki ná árangri í lífinu. Hvernig á að vera ekki alltaf í viðbragsstöðu ef kötturinn þinn kemur fram við þig eins og þú sért vinnukona. Hvers vegna eru b...
•
43:01
