
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
8. Það er of mikið pláss fyrir ofan höfuðið á okkur!
Dóra er með hendur ömmu sinnar– en af afhverju vill hún ekki mála sig? Steina þarf að hætta að vera hávær og að misþyrma lyklaborðum en Dóra getur ekki þegar eggin kenna hænunni. Kötturinn Pablo sem er úr Dölunum dregst að ljóðskáldinu Jóhannesi úr Kötlum. Steina er ekki sátt við að þátturinn sé að breytast í virðulegan bókmenntaþátt en Dóru finnst það flott og segist geta klippt út og inn hugsanir og reykelsi í þáttinn.