
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
11. Hvar er boðið upp á svæfingar á hárgreiðslustofum?
Halldóra var rétt um tvítugt þegar hún byrjaði að grána og nennur ekki að lita á sér hárið. Einu sinni hljóp kona þvert yfir götu til að ráða henni heilt í þeim efnum. Steinunni finnst svo leiðinlegt á hárgreiðslustofum að hún óskar þess að klippingu væri hægt að fá undir svæfingu. Hvernig stendur á því að börn eru svona treg að hjálpa til, eru þau kannski bara útgáfur af okkur sjálfum það er eru þau bara við sjálf að vera löt. Ljósverur og handanheimatröll koma við sögu enda er ekki allt sem sýnist.