
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
13. Jólaóratoría Steinunnar og Halldóru
Þetta mun þegar fram líða stundir verða valinn jólalegsti jólaþáttur allra tíma. Halldóra beygir af yfir Jólaguðspjallinu, Steinunn er engu skárri og þusar eitthvað í gegnum tilinningasemina sem grípur þær báðar. Saman sitja þær vinkonurnar, hámiðaldra, jóla yfir sig og ræða fæðingu frelsarans. Barn allra barna. Og auðvitað ástina skilyrðilslausu.