Á ég að hend'enni?

15. Spáðu í mig... þá mun ég spá í þig

Á ég að hend'enni?

Rósir eru sköpunarverkið sjálft enda er rósin tvíkynja. Og fíflið í Tarot heldur á rós sem sannar þvælukenningar Steinunnar um að við séum í raun öll rósir eða meðlimir í Rósareglunni. Halldóra umber kjaftæði Steinunnar og rifjar upp road-trip þeirra vinkvennanna en þá var með í för kynlífsdúkkadúkkuna Nína sem var gerð ódauðleg í tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Oxzmá. Dóra vitnar í lífstílsfræðing sm hún man ekki hvað heitir en kannski er nafnið MEL sem kennir að við eigum bara að leyfa fólki að vera eins og það er og ekki reyna að hafa áhrif á gjörðir þeirra.