Á ég að hend'enni?

19. Hugleiðsla, Botox og betri líðan

Á ég að hend'enni?

Flensa dró Steinunni nær til dauða og henni batnaði ekki fyrr en henni höfðu verið færðir svo margir blómvendir að heimilið minnti á líknardeild. Dóra vænir vinkonu sína um að hafa farið í botox en Steinunn segir þetta nýja 'look' stafa af massívum varaþurrk. Báðar gangast vinkonurnar við útlitsröskun en spurningin er; Afhverju byrjar svona geðveiki að búa um sig? Dóra lærði að finna ljósið í þriðja auganu á hugleiðslunámskeiði í Oxfordskíri og veit nú að sálin býr ekki í hjartanu. Þær eru sammála um að venjur á kvöldin geta bætt nætursvefn og því skuli af kostgæfni velja hvað sé hollt að taka inn af heimsins amstri og hvað ekki.