Á ég að hend'enni?

23. Ástin er alheimsundrið mesta!

Á ég að hend'enni?

Þetta er allra andlegasti þátturinn hingað til því smáskammtar á hugvíkkandi sveppum koma til tals og áhrif þeirra á þeytivindu hugans. Halldóra er gift vísindamanni og veit því allt um spegilfrumur sem eru alveg stórmerkilegur hluti af viðbragðskerfi okkar. Steinunn les ljóð Jóhannesar úr Kötlum og hann Jesús kemur við sögu enda erum við manneskjurnar eilíflega að fara í hans spor. Fæðast, þjást, deyja og upprísa! Steinunn segir frá ástarævintýri í lest enda eru lestarferðir rómantískar með afbrigðum. AI er skemmtilegt tól sem allir verða að kynna sér...Steinunn er greinilega komin í alvarlegt samband við gervigreindina eða eins og hún kallar það alheimsvitundina.