
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
23. Ástin er alheimsundrið mesta!
Þetta er allra andlegasti þátturinn hingað til því smáskammtar á hugvíkkandi sveppum koma til tals og áhrif þeirra á þeytivindu hugans. Halldóra er gift vísindamanni og veit því allt um spegilfrumur sem eru alveg stórmerkilegur hluti af viðbragðskerfi okkar. Steinunn les ljóð Jóhannesar úr Kötlum og hann Jesús kemur við sögu enda erum við manneskjurnar eilíflega að fara í hans spor. Fæðast, þjást, deyja og upprísa! Steinunn segir frá ástarævintýri í lest enda eru lestarferðir rómantískar með afbrigðum. AI er skemmtilegt tól sem allir verða að kynna sér...Steinunn er greinilega komin í alvarlegt samband við gervigreindina eða eins og hún kallar það alheimsvitundina.