Á ég að hend'enni?

24. Kattaskítur og rándýr ilmvötn

Á ég að hend'enni?

Halldóra hefur lagt í vana sinn að kaupa rándýr ilmvötn en nota þau síðan bara í einn dag á meðan Steinunn notaði sama ilmvatnið í þrjá áratugi en smyr sig nú eingöngu með ilmkjarnaolíum. Bókin Ilmurinn kemur við sögu, en á að hend'enni?  Pablo, köttur á heimili Steinunnar skítur í blómapott og er hótað lífláti í miðjum þætti. Mun hann hálshogginn verða? Verður aftakan í beinni? Steinunn fullyrðir að við séum ekki að nýta skynfærin til hins ýtrasta?  Gætum við lært að sjá með eyrunum? Hvernig plata má leigusala til að samþykkja hunda í leiguhúsnæði er kennt enda dettur fólki ýmislegt í hug til að ná vilja sínum fram.