
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
27. Þegar þú berð ljósið að myrkrinu verður myrkrið stórkostlega fallegt (Píkusögur)
Gervigreindin veit allt um Halldóru og frægðarsól hennar og segir að hún hafi náttúrulegan en hráslagalegan kynþokka. AI harðneitar að gefa Steinunni ráðleggirngar um hvernig best væri að snúa sér ef hún vill sænga með Halldóru. Þær stöllur sökkva sér ofan í leiktexta úr verkinu Pikusögur og reyna fyrir sér í stunutúlkun með afdrifaríkum hlátursköstum því þroskinn er bara ekki meiri.
Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki - Icelandair - Ó. Johnson & Kaaber - Sjáðu Gleraugnaverslun