
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
28. Ferðaskrifstofan Gaman Gaman! ( Ennegram)
Framtíðarplönin eru ljós, þær vinkonurnar Steinunn og Halldóra ætla að setja á fót leikjabúðir fyrir fullorðna og Dóra ætlar að sjá um excelskjölin og raða fólki á leigubíla. Steinunn hefur eftir ónefndum sérfræðingi að manneskjan hafi ekki bolmagn til að melta allar heimsins hörmungar, þegar við rétt náum utan um að hugsa um okkar nánustu aðstaðdendur. Halldóra kemur færandi hendi með afskaplega framandi hljóðfæri en ekki stoppar vankunnátta þær vinkonurnar. Þær leika á hristur sem þær hefðu kannski betur mátt sleppa.
Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki - Icelandair - Ó. Johnson & Kaaber - Sjáðu Gleraugnaverslun