Á ég að hend'enni?

28. Ferðaskrifstofan Gaman Gaman! ( Ennegram)

Á ég að hend'enni?

Framtíðarplönin eru ljós, þær vinkonurnar Steinunn og Halldóra ætla að setja á fót leikjabúðir fyrir fullorðna og Dóra ætlar að sjá um excelskjölin og raða fólki á leigubíla. Steinunn hefur eftir ónefndum sérfræðingi að manneskjan hafi ekki  bolmagn til að melta allar heimsins hörmungar, þegar við rétt náum utan um að hugsa um okkar nánustu aðstaðdendur. Halldóra kemur færandi hendi með afskaplega framandi hljóðfæri en ekki stoppar vankunnátta þær vinkonurnar. Þær leika á hristur sem þær hefðu kannski betur mátt sleppa.

Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki - Icelandair - Ó. Johnson & Kaaber - Sjáðu Gleraugnaverslun