Á ég að hend'enni?

29. Voru páska-endurnar í Biblíunni? (páskaþáttur)

Á ég að hend'enni?

Það er ekki gott að segja hvað fer fram í þessum þætti.  Sjálf Biblían er undir en Halldóra getur ekki fyrir sitt litla líf fundið það sem hún ætlaði að lesa í hinni Helgu Bók!  Krossfestinguna ber á góma enda styttist mjög í píslargöngu alls mannkyns og allir örugglega fyrir löngu búnir að afflísa litlu krossana sína. Þær ráðast nú heldur betur á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þær harðfullorðnar konurnar reyna að ,,döbba´´endur, undir lok þáttarins. Andvarpa munu allir að þætti loknum.