
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
41. Þrettán vasaklúta þáttur (Bróðir minn Ljónshjarta e. Astrid Lindgren)
Steinunn fór í fyrra lífi i fyrralífslestur og reyndist hafa verið svört ambátt og breskur grasafræðingur seint á 18. öld. Halldóra reynist vera frambærileg á kínversku enda downloadar hún bara tungumálum í gegnum Akashic-skjölin og svo var hún náttúrlega Kínverji í fyrra lífi að sögn. Konur eru að taka yfir heilbrigðiskerfið enn og aftur enda eru það ætíð þær sem sjá um aðhlynningu þegar hana er hvergi að fá. Steinunn fullyrðir að konur séu orðnar uppgefnar á því að vera sjúkdómsgreindar eftir áföll í stað þess að fá bara tíma til að jafna sig, því mannsálin geti vitanlega læknað sig sjálf. Myndatökur sem ganga eins og smitsjúkdómur um netið eru fjölskyldumyndir á ströndum þar sem allir klæðast hvítu. Er HELLO tímaritið ábyrgðaraðili? Halldóra fær hreinlega andarteppu þegar hún skoðar húsa og hönnunarblöð sem er kannski eitthvað sem hlustendur kannast við?
Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki, Icelandair, Beautyklúbburinn, Sjáðu-Gleraugu