Á ég að hend'enni?

44. Breytum bulli í gull (Kría siglir um suðurhöf)

Á ég að hend'enni?

Send us a text

Ef við byggjum í landi þar sem bara er hægt að týna ávexti sér til matar sem nota á samdægurs því annars myndi allt skemmast þá yrði okkur aldrei kalt en þannig er það í Frönsku -Pólónesíu þar sem Halldóra dvaldi ásamt fjölskyldu sinni. Sjöl eru mesta þarfaþing á ferðalögum en í þessum þætti má læra um notagildi sjala í tískuinnslagi frá Dóru. Ýmislegt er rætt um gleraugu í þessum þætti en þó ekki miðaldragleraugu sem kemur á óvart þar sem Halldóra og Steinunn sigla hraðbyri inn í blindu elliáranna. Bókin Kría siglir um suðurhöf er i miklu uppáhaldi hjá þeim stöllum og þær velta fyrir sér nábýli hjóna þegar ekkert er nema himinn og haf og bátur sem ber þig eitthvert að því er virðist út í buskann. Steinunn hefur áhuga á umbreytingunni, t.d að breyta því sem erfitt er í eitthvað gott. Að breyta bulli og rugli í gull! Kannski eru þær báðar að gerast alkemistar án þess að fatta það?


Takk fyrir samstarfið:  Íslandsbanki, Icelandair, Beautyklúbburinn