
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
45.Partý, partý, partý! Öll Heimsins partý!
Halldóra er skemmtanasjúk og kemur með partýbók og Steinunni langar strax á kjötkveðjuhátíðina í Ríó. Verður Freezing Man svar Íslands við Burning Man in the US of A!? Það er óviðeigandi hvað Halldóra talar mikið og oft um það að hún vilji vera allsber, hvað gengur konunni til? Báðar hafa þær verið Fjallkonur og þurfa að rifja upp þá óhæfu að Steinunn hafði verið fjallkona eftir mikið partýstand og stuttan svefn og að Halldóra er svo ólandsföðursleg að henni hefur aldrei dottið í hug að fara að sjá aðrar fjallkonur flytja þjóðhátíðarljóðið! Þátturinn tekur óvænta vendingu þegar Halldóra skellir inn innslagi sem hún tók á vettvangi.
Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki, Beautyklúbburinn, Sjáðu Gleraugu