
Á ég að hend'enni?
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
Á ég að hend'enni?
46. Alversti eða besti þátturinn hingað til! (Konur og ástir, Nýja testamentið)
Það kveður við nýjan tón í þessum þætti þar sem Halldóra gerist djörf hvað innslög og klippingar varðar. Hljóðið í þættinum reyndist ekki vera fullkomið og því þurfti að bútasauma þáttinn eins og handverkskonum einum er lagið. Útkoman – algjör nýlunda í hlaðvarpsþáttagerð á Íslandi ef ekki í heiminum!
En tvær bækur koma við sögu þessu sinni, sem lesið er úr af handahófi verða því miður ekki til mikils innblástur en upp bætir að þær gera atlögu við ástarsöngva og ljóð sem þær reyndar syngja falskt og að því má hlægja sig máttlausan. Vesalings konurnar.
Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki, Beautyklúbburinn, Sjáðu Gleraugu