
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#2 - Dansari - Elín Signý
Dansarinn geðugi, Elín Signý Ragnarsdóttir, starfar hjá Íslenska dansflokknum og við spurðum hana spjörunum úr. Við ræddum um hvernig það er að vera dansari að atvinnu og fórum yfir ferilinn á léttu nótunum.
Einnig var farið yfir hinar alræmdu skandinavísku mjaðmir og hvort það væri of seint fyrir miðaldra karlmenn að hefja sinn dansferil.
Elín er ævintýrakona mikil og undir lok þáttar fórum við yfir brimbrettarmenninguna á Íslandi og hvar bestu öldurnar séu að finna.
📷@elinsigny
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs