
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Episodes
14 episodes
#14 - Þáttastjórnandi - Arnar Þór Ólafsson
Þáttastjórnandinn geðþekki, Arnar Þór Ólafsson, er með marga bolta á lofti í sjónvarpi og hlaðvarpsheimum.Eftir að hafa verið í atvinnuleit eftir heimsfaraldur stökk hann um borð á hlaðvarpsvagninn og hefur það leitt af sér eitt og annað...
•
52:55
.jpg)
#13 - Miðill - Sigríður Elín Olsen
Miðillinn og heilarinn, Sigríður Elín Olsen, ræddi við okkur um andleg málefni og deildi því með okkur, hvað býr í fólkinu að handan.Við fengum ýmis svör, heyrðum um okkar verndarverur og hvernig orku við búum yfir. Við ræddum starf miði...
•
59:41
.jpg)
#12 - Förðunarfræðingur - Rakel María Hjaltadóttir
Förðunarfræðingurinn fótfimi, Rakel María Hjaltadóttir, fór yfir heims- og tískumálin með okkur. Það var tekinn 360 gráðu greining á heitustu trendunum í förðunarbransanum í dag, hvað væri heitt og hvað væri kalt.Rakel er hlaupari mikil...
•
58:43
.jpg)
#11 - Óperusöngvari - Kristján Jóhannesson
Óperusöngvarinn tónelski, Kristján Jóhannesson, er gullbarki með meiru. Þrátt fyrir að vera ekki nema rétt rúmlega þrítugur hefur hann lært og starfað sem óperusöngvari víða um Evrópu um árabil.Kristján sagði okkur frá hinum litla en har...
•
57:17
.jpg)
#10 - Töframaður - Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal
Töframaðurinn dulræni, Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal, er vægast fjölhæfur skemmtikraftur. Lalli hefur töfrað og skemmt fyrir unga jafnt sem aldna. Þrátt fyrir að Lalli megi ekki gefa upp hvernig helstu töfrabrögð eru framkvæmd þá...
•
59:59
.jpg)
#9 - Fréttamaður - Kristín Ólafsdóttir
Fréttakonan orðheppna, Kristín Ólafsdóttir, stendur á tímamótum um þessar mundir en hún lagði blaðamannapennann á hilluna á dögunum, í bili allavega.Hún ræddi við okkur um starf fréttamanns og var af nægu að taka. Hún lýsti því hvernig h...
•
1:03:02

#8 - Garðyrkjubóndi - Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir
Garðyrkjubóndinn glaðbeitti, Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, brá sér frá bændastörfum á Flúðum og fór yfir það helsta með okkur. Það kennir ýmissa grasa í garðyrkjunni hjá Höllu en hún rekur meðal annars Sólskins vörumerkið og ræktar tómata,...
•
1:06:26
.jpg)
#7 - Listamaður - Almar „í kassanum“ Atlason
Listamaðurinn fjölhæfi, Almar Steinn Atlason, er flestum landsmönnum kunnugur eftir stórbrotinn gjörning á göngum Listaháskólans árið 2015.Almar dvaldi nakinn í glerkassa í viku og hreif alþjóð með hug og djörfung í listsköpun sinni. Han...
•
1:11:51
.jpg)
#6 - Útfararstjóri - Frímann Andrésson
Útfararstjórinn yfirvegaði, Frímann Andrésson, ræddi við okkur um lífið, veginn og dauðann.Starf útfararstjóra getur tekið á sálartetrið eins kom fram í spjalli okkar. Við ræddum um hvaða viður væri vinsælastur fyrir líkkistu, hvort að a...
•
52:08
.jpg)
#5 - Ljósmóðir - Hulda Viktorsdóttir
Ljósmóðirin ljúfa, Hulda Viktorsdóttir, ræðir við okkur um heima og geima og allt sem við kemur starfi ljósmæðra. Það var kafað ofan í uppruna orðsins, rætt um vinsældir heimafæðinga á undanförnum árum, hvort það væri samkeppni mi...
•
51:22
.jpg)
#4 - Grínisti - Bolli Már Bjarnason
Grínistinn glæsilegi, Bolli Már Bjarnason, er mörgum kostum gæddur. Það er ávallt stutt í grínið hjá kauða og einnig er hann með silkimjúka útvarpsrödd. Það liggur beinast við hjá Bolla að starfa við uppistand og vera í morgunútvarpi allra land...
•
1:00:26
.jpg)
#3 - Hagfræðingur - Jónas Atli & Þórunn Helgadóttir
Hagfræðingarnir hagsýnu, Jónas Atli Gunnarsson og Þórunn Helgadóttir, hafa sérhæft sig í hinum döpru vísindum, hagfræðinni.Þau eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði hagfræðingar og einnig í hjúskap. Hins vegar starfa þau á ólíkum sviðum...
•
59:07
.jpg)