Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Sería 2 er farin af stað!
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Episodes
27 episodes
#26 - Flugumferðarstjóri - Diljá Mjöll Kolár Hreiðarsdóttir
Flugumferðarstjórinn Diljá Mjöll steig úr flugturninum og leit við til okkar í stúdíóið. Við ræddum námið hjá Isavia og hið daglega starf flugumferðarstjóra, allt frá samskiptum, ákvarðanatöku og öllu sem starfinu fylgir. <...
•
54:53
#25 - Fangavörður - Heiðar Smith
Fangavörðurinn Heiðar Smith fór yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi, starf fangavarða og hið daglega líf innan veggja fangelsanna. Heiðar starfar í fangelsinu á Hólmsheiði og er jafnframt formaður Félags fangavarða.Í spjallinu var fa...
•
59:44
#24 - Stjörnuspekingur - Guðrún Bergmann
Stjörnuspekingurinn Guðrún Bergmann er með marga hatta og einn þeirra er stjörnuspekin. Nýtt ár er í vændum og því tímabært að rýna í stjörnukortin og kanna hvað þau segja um það sem fram undan er. Við ræddum hvort stjör...
•
51:43
#23 - Jólasveinn - Bjúgnakrækir
Jólasveinninn gjafmildi, Bjúgnakrækir, hélt að hann væri á leið á jólaball þegar hann sparkaði upp hurðinni á stúdíóinu. Við fengum hann þó til að setjast niður með okkur á þessum háannartíma.Það var rætt um þennan fjölskyldubransa og mi...
•
23:40
#22 - Lýtalæknir - Þórdís Kjartansdóttir
Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir er alla jafna með skurðhnífinn á lofti hjá DeaMedica, en að þessu sinni settist hún niður með okkur og fór yfir þennan áhugaverða bransa. Í þætti vikunnar er komið víða við, allt frá bótoxi og til...
•
57:11
#21 - Tölvuleikjaframleiðandi - Halldór Snær Kristjánsson
Tölvuleikjaframleiðandinn, Halldór Snær Kristjánsson, stofnaði Myrkur Games ásamt tveimur félögum sínum úr HR. Þó nokkrum árum síðan og talsverðri mikilli vinnu er leikurinn þeirra, Echoes of the End, loks kominn út.Við félagarnir vorum ...
•
1:14:56
#20 - Brúðkaupsplanari - Alína Vilhjálmsdóttir
Brúðkaupsplanarinn skipulagði, Alína Vilhjálmsdóttir, gaf okkur nokkur góð ráð fyrir stóra daginn. Við fórum yfir allt litrófið í brúðkaupsplaneríi og getum sagt að við séum skrefi nær því að verða tilbúnir að ganga í það heilaga. H...
•
1:02:49
#19 - Veðurfræðingur - Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingurinn vinalegi, Einar Sveinbjörnsson, kom í heimsókn og leit með okkur til veðurs eins og honum einum er lagið. Veðrið er okkur hugleikið á hverjum degi og því lá ekki á spurningunum. Við fórum yfir helstu spálíkön, rædd...
•
1:03:53
#18 - Prestur - Guðmundur Karl Brynjarsson
Sóknarpresturinn síungi, Guðmundur Karl Brynjarsson, hefur gengið Guðs veg síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Guðfræðin kallaði þó ekki sterkt til hans á æskuárum og kom mörgum á óvart þegar hann gerðist prestur. Gummi Kalli þjóna...
•
1:01:53
Sería 1 - Litið yfir farinn veg
Við drengirnir settumst niður í stutta stund og litum yfir farinn veg í svokölluðum „wrap up“ þætti. Líkt og flestar stéttir landsins ætlum við að skella okkur í sumarfrí.Í þessari stuttu samantekt rifjuðum við upp skemmtileg atvik og ef...
•
13:20
#17 - Bráðatæknir - Höskuldur Friðriksson
Bráðatæknirinn reynslumikli, Höskuldur Sverrir Friðriksson, hefur starfað sem sjúkraflutningamaður og bráðatæknir í tæp 40 ár. Hann hefur sannarlega upplifað ýmislegt og séð tímana tvenna.Höskuldur fór um víðan völl og sagði okkur meðal ...
•
1:12:01
#16 - Kokkur - Snædís Xyza
Kokkurinn kraftmikli, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, er margverðlaunaður matreiðslumeistari og hefur verið hluti af kokkalandsliðinu um árabil.Við spjölluðum meðal annars um trendin í matarmenningu Reykjavíkur, fáum góð ráð um hvernig á að...
•
58:54
#15 - Ljósmyndari - Þráinn Kolbeinsson
Ljósmyndarinn ævintýragjarni, Þráinn Kolbeinsson, hefur lent í ýmsum ævintýrum á ferli sínum sem ljósmyndari. Hann flakkar um landið og á fjarlægar slóðir til að grípa besta mögulega augnablikið.Allt frá því að mynda reiðhjólakappa á Ves...
•
51:15
#14 - Þáttastjórnandi - Arnar Þór Ólafsson
Þáttastjórnandinn geðþekki, Arnar Þór Ólafsson, er með marga bolta á lofti í sjónvarpi og hlaðvarpsheimum.Eftir að hafa verið í atvinnuleit eftir heimsfaraldur stökk hann um borð á hlaðvarpsvagninn og hefur það leitt af sér eitt og annað...
•
52:55
#13 - Miðill - Sigríður Elín Olsen
Miðillinn og heilarinn, Sigríður Elín Olsen, ræddi við okkur um andleg málefni og deildi því með okkur, hvað býr í fólkinu að handan.Við fengum ýmis svör, heyrðum um okkar verndarverur og hvernig orku við búum yfir. Við ræddum starf miði...
•
59:41
#12 - Förðunarfræðingur - Rakel María Hjaltadóttir
Förðunarfræðingurinn fótfimi, Rakel María Hjaltadóttir, fór yfir heims- og tískumálin með okkur. Það var tekinn 360 gráðu greining á heitustu trendunum í förðunarbransanum í dag, hvað væri heitt og hvað væri kalt.Rakel er hlaupari mikil...
•
58:43
#11 - Óperusöngvari - Kristján Jóhannesson
Óperusöngvarinn tónelski, Kristján Jóhannesson, er gullbarki með meiru. Þrátt fyrir að vera ekki nema rétt rúmlega þrítugur hefur hann lært og starfað sem óperusöngvari víða um Evrópu um árabil.Kristján sagði okkur frá hinum litla en har...
•
57:17
#10 - Töframaður - Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal
Töframaðurinn dulræni, Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal, er vægast fjölhæfur skemmtikraftur. Lalli hefur töfrað og skemmt fyrir unga jafnt sem aldna. Þrátt fyrir að Lalli megi ekki gefa upp hvernig helstu töfrabrögð eru framkvæmd þá...
•
59:59
#9 - Fréttamaður - Kristín Ólafsdóttir
Fréttakonan orðheppna, Kristín Ólafsdóttir, stendur á tímamótum um þessar mundir en hún lagði blaðamannapennann á hilluna á dögunum, í bili allavega.Hún ræddi við okkur um starf fréttamanns og var af nægu að taka. Hún lýsti því hvernig h...
•
1:03:02
#8 - Garðyrkjubóndi - Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir
Garðyrkjubóndinn glaðbeitti, Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, brá sér frá bændastörfum á Flúðum og fór yfir það helsta með okkur. Það kennir ýmissa grasa í garðyrkjunni hjá Höllu en hún rekur meðal annars Sólskins vörumerkið og ræktar tómata,...
•
1:06:26
#7 - Listamaður - Almar „í kassanum“ Atlason
Listamaðurinn fjölhæfi, Almar Steinn Atlason, er flestum landsmönnum kunnugur eftir stórbrotinn gjörning á göngum Listaháskólans árið 2015.Almar dvaldi nakinn í glerkassa í viku og hreif alþjóð með hug og djörfung í listsköpun sinni. Han...
•
1:11:51
#6 - Útfararstjóri - Frímann Andrésson
Útfararstjórinn yfirvegaði, Frímann Andrésson, ræddi við okkur um lífið, veginn og dauðann.Starf útfararstjóra getur tekið á sálartetrið eins kom fram í spjalli okkar. Við ræddum um hvaða viður væri vinsælastur fyrir líkkistu, hvort að a...
•
52:08
#5 - Ljósmóðir - Hulda Viktorsdóttir
Ljósmóðirin ljúfa, Hulda Viktorsdóttir, ræðir við okkur um heima og geima og allt sem við kemur starfi ljósmæðra. Það var kafað ofan í uppruna orðsins, rætt um vinsældir heimafæðinga á undanförnum árum, hvort það væri samkeppni mi...
•
51:22