.jpg)
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#4 - Grínisti - Bolli Már Bjarnason
Grínistinn glæsilegi, Bolli Már Bjarnason, er mörgum kostum gæddur. Það er ávallt stutt í grínið hjá kauða og einnig er hann með silkimjúka útvarpsrödd. Það liggur beinast við hjá Bolla að starfa við uppistand og vera í morgunútvarpi allra landsmanna.
Það var farið yfir víðan völl í þættinum, stóra stökkið þegar Bolli ákvað að snúa sér alfarið að uppistandinu, hvernig það er að vera í 20 klukkustundir á viku í útvarpi og drauma í dagskrárgerð í sjónvarpi.
📷@bollimar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs