.jpg)
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#3 - Hagfræðingur - Jónas Atli & Þórunn Helgadóttir
Hagfræðingarnir hagsýnu, Jónas Atli Gunnarsson og Þórunn Helgadóttir, hafa sérhæft sig í hinum döpru vísindum, hagfræðinni.
Þau eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði hagfræðingar og einnig í hjúskap. Hins vegar starfa þau á ólíkum sviðum innan hagfræðinnar. Jónas Atli starfar hjá hinu opinbera hjá HMS á meðan Þórunn snýr hjólum atvinnulífsins hjá fjárfestingarbankanum Fossum.
Þau hafa búið víða um Evrópu og við ræddum við þau um hinar ýmsu hliðar hagfræðinnar, vinnumarkaðinn í Suður-Evrópu og hvort hagfræði sé listform eða vísindi.
📷@jonasatli
📷@thorunnhelga
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs