Stéttir Landsins

#6 - Útfararstjóri - Frímann Andrésson

Stéttarfélagið

Útfararstjórinn yfirvegaði, Frímann Andrésson, ræddi við okkur um lífið, veginn og dauðann.

Starf útfararstjóra getur tekið á sálartetrið eins kom fram í spjalli okkar. Við ræddum um hvaða viður væri vinsælastur fyrir líkkistu, hvort að almenningur mætti keyra um á líkbíl og bestu smáréttina í erfidrykkju.

Frímann er einnig plötusnúður en spilar ekki hvaða tónlist sem er. Hann á það til að þeyta skífum á Kaffibarnum fram á rauða nótt og vakti það mikinn áhuga spyrla.

Samstarfsaðili þáttarins: 
🔍Alfreð & Giggó 
--- 
📷@frimann303
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs