Stéttir Landsins

#8 - Garðyrkjubóndi - Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir

Stéttarfélagið

Garðyrkjubóndinn glaðbeitti, Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, brá sér frá bændastörfum á Flúðum og fór yfir það helsta með okkur. Það kennir ýmissa grasa í garðyrkjunni hjá Höllu en hún rekur meðal annars Sólskins vörumerkið og ræktar tómata, gúrkur, sellerí og fleira til.

Í þættinum var meðal annars farið yfir hvernig maður eignast allt í einu stærðarinnar garðyrkjustöð á Flúðum, hækkandi raforkuverð, smáauglýsingar í Bændablaðinu og hvernig tómatar þroskast og dafna. 

Það fá allir græna fingur eftir þessa hlustun!

Samstarfsaðili þáttarins: 
🔍Alfreð & Giggó 
--- 
📷@halsifswag
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs