
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#9 - Fréttamaður - Kristín Ólafsdóttir
Fréttakonan orðheppna, Kristín Ólafsdóttir, stendur á tímamótum um þessar mundir en hún lagði blaðamannapennann á hilluna á dögunum, í bili allavega.
Hún ræddi við okkur um starf fréttamanns og var af nægu að taka. Hún lýsti því hvernig hún endaði fyrir algjöra tilviljun sem fréttamaður á Vísi, hvers vegna hún á það til að flytja fréttir úr sundlaugum landsins, sviðsljósið og vinabeiðnir á Facebook og síðast en ekki síst, Eurovision.
Við ræddum einnig hennar næsta skref en Kristín hefur hafið störf sem aðstoðamaður forsætisráðherra.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📷@krolafs
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs