.jpg)
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#10 - Töframaður - Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal
Töframaðurinn dulræni, Lárus „Lalli töframaður“ Blöndal, er vægast fjölhæfur skemmtikraftur. Lalli hefur töfrað og skemmt fyrir unga jafnt sem aldna.
Þrátt fyrir að Lalli megi ekki gefa upp hvernig helstu töfrabrögð eru framkvæmd þá leysti hann úr skjóðunni um margt annað sem tengist töframannasenunni hér á landi. Upphaf töfraferilsins, töframannafélagið, hvort hann hefði töfrað á fyrsta stefnumóti, skemmtanir í barnaafmælum og blöðrutrix voru meðal annars til umræðu í þætti vikunnar.
Sannarlega töfrandi spjall á léttu nótunum.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📷@lallitoframadur
🌐lallitoframadur.is
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs