.jpg)
Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#12 - Förðunarfræðingur - Rakel María Hjaltadóttir
Förðunarfræðingurinn fótfimi, Rakel María Hjaltadóttir, fór yfir heims- og tískumálin með okkur. Það var tekinn 360 gráðu greining á heitustu trendunum í förðunarbransanum í dag, hvað væri heitt og hvað væri kalt.
Rakel er hlaupari mikill og við ræddum um hið stórmerkilega hlaup sem er kennt við Bakgarðinn. Við vildum forvitnast hvað færi í gegnum hausinn á hlaupurum eftir næstum sólarhring á hlaupum og hvers vegna einhver myndi vilja leggja þetta á sig.
Einnig tókum við snúning á ferðalögum Rakelar en hún skellti sér í langt ferðalag til S-Ameríku á dögunum og lenti alls kyns ævintýrum.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📷 @rakelmariah
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs