Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Sería 2 er farin af stað!
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#18 - Prestur - Guðmundur Karl Brynjarsson
Sóknarpresturinn síungi, Guðmundur Karl Brynjarsson, hefur gengið Guðs veg síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Guðfræðin kallaði þó ekki sterkt til hans á æskuárum og kom mörgum á óvart þegar hann gerðist prestur.
Gummi Kalli þjónar hjá Lindakirkju í Kópavogi og hefur getið sér góðs orðs sem sóknarprestur. Hann ræddi við okkur um ýmislegt sem tengist trúnni, meðal annars hvort það væri rými til að bæta við boðorðum, lagaval í kirkjukórum, hlutverk djákna, messuvínið og hvort kristileg gildi séu enn í hávegum höfð hjá yngri kynslóðinni.
Fyrsti þáttur í annarri seríu. Sannarlega kræsilegur og kristilegur þáttur!
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs