Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Sería 2 er farin af stað!
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#21 - Tölvuleikjaframleiðandi - Halldór Snær Kristjánsson
Tölvuleikjaframleiðandinn, Halldór Snær Kristjánsson, stofnaði Myrkur Games ásamt tveimur félögum sínum úr HR. Þó nokkrum árum síðan og talsverðri mikilli vinnu er leikurinn þeirra, Echoes of the End, loks kominn út.
Við félagarnir vorum að vanda forvitnir um hvernig svona ferli gengur fyrir sig og Halldór fræddi okkur um það hvernig hægt er að taka bjartsýna hugmynd úr háskóla og fylgja henni eftir alla leið.
Við ræddum ekki eingöngu leikinn sjálfan, heldur einnig leikjabransann á Íslandi, framtíðarhorfur hans, Crash Bandicoot, fjármögnun, hvernig val á leikurum fer fram í svona verkefnum og margt fleira.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📷 @halldor.kristjansson
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs