Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Sería 2 er farin af stað!
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#23 - Jólasveinn - Bjúgnakrækir
Jólasveinninn gjafmildi, Bjúgnakrækir, hélt að hann væri á leið á jólaball þegar hann sparkaði upp hurðinni á stúdíóinu. Við fengum hann þó til að setjast niður með okkur á þessum háannartíma.
Það var rætt um þennan fjölskyldubransa og mikla eftirspurn í desember, kjarasamninga jólasveina, hvort Kertasníkir væri uppfullur af sjálfum sér, og þá gagnrýni sem Gluggagægir hefur sætt undanfarin ár.
Bjúgnakrækir kom einnig inn á það að Grýla væri ekki jafn ógnvænleg og áður, enda komin á safakúr og hætt að borða börn. Hann sagði einnig Leppalúði væri orðinn latur og eyddi megninu af tímanum í að horfa á boltann í hellinum.
Gleðilega hátíð! Næsti þáttur kemur 31. desember.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📷 @bjugsi
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs